TRS II

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands styðst við svokallað TRS II kerfi til að taka á móti tilkynningum um viðskipti með fjármálagerninga. TRS II kerfið var tekið í notkun 3. janúar 2018 og er kerfið hluti af innleiðingu nýs regluverks á verðbréfamarkaði, þ.e. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2014/65/ESB (MiFID) og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 600/2014/ESB (MiFIR).

Fyrirspurnir varðandi TRS II skal senda á netfangið: adstod@sedlabanki.is.

LEI kóði – auðkenni lögaðila í verðbréfaviðskiptum

Lögaðilar sem kaupa og selja fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á viðskiptavettvangi verða auðkenndir með LEI kóða. Einnig verða útgefendur fjármálagerninga og fjármálafyrirtæki sem framkvæma viðskipti með fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á viðskiptavettvangi auðkenndir með LEI kóða frá 3. janúar 2018.

Fjármálaeftirlitið sendi, þann 19. október 2017 dreifibréf til aðila á verðbréfamarkaði sem er aðgengilegt hér.

Global Legal Entity Identifier Foundation (GLEIF) hefur umsjón með útgáfu LEI-kóða sem er 20 stafa alþjóðlegt auðkenni lögaðila. GLEIF birtir lista yfir lögaðila með útgefna LEI-kóða á heimasíðu sinni og eru upplýsingarnar opinberar.  Leiðbeiningar um útgáfu LEI-kóða er að finna á heimasíðu GLEIF.

ESMA hefur birt samantekt um Legal Entity Identifier (LEI) til að vekja athygli á mikilvægi LEI kóða vegna gildistöku MiFID II og MiFIR þann 3. janúar 2018.

Leiðbeiningar um skýrsluskil og innihald tilkynninga um viðskipti

Skilgreiningar um útfyllingu tilkynninga er að finna í reglugerð Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2017/590:
http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=uriserv:OJ.L_.2017.087.01.0449.01.ENG

Upplýsingar Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar (European Securities and Markets Authority, ESMA) um innihald tilkynninga:
https://www.esma.europa.eu/document/annex-ii-data-validation-rules-transaction-reporting

Leiðbeiningar ESMA um skýrsluskil samkvæmt MiFID II og MiFIR:
https://www.esma.europa.eu/press-news/esma-news/esma-provides-guidance-transaction-reporting-order-record-keeping-and-clock

Prófanir kerfis

Opnað var fyrir prófanir á https://test.webservice.fme.is í september 2017. Til að hægt sé að senda inn gagnaskilatilvik þarf að tilgreina auðkenni gagnaskilanna (Template id) sem er 458. Sjá nánar leiðbeiningar um gagnaskil í gegnum vefþjónustu hér á vef FME.

Kynning á fyrirhuguðum breytingum

Fjármálaeftirlitið hélt, þann 8. desember 2017 kynningu á TRS II tilkynningum fyrir fjármálafyrirtæki sem hafa heimild til verðbréfaviðskipta.

 

Fjármálaeftirlitið sendi, þann 7. apríl 2017 dreifibréf til fjármálafyrirtækja sem hafa heimild til verðbréfaviðskipta.

Fjármálaeftirlitið hélt kynningu á TRS II fyrir fjármálafyrirtæki sem hafa heimild til verðbréfaviðskipta, þann 30. maí 2017.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica