Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 1/2008
Heiti Leiðbeinandi tilmæli um bestu framkvæmd við lausafjárstýringu fjármálafyrirtækja - [Ekki í gildi]
Dagsetning 5/6/2008
Starfsemi
  • Viðskiptabankar
  • Sparisjóðir
  • Lánafyrirtæki
  • Verðbréfafyrirtæki
  • Verðbréfamiðlanir
  • Rekstrarfélög verðbréfasjóða
Reifun

Fjármálaeftirlitið setur leiðbeinandi tilmæli um bestu framkvæmd við lausafjárstýringu fjármálafyrirtækja. Tilmælin gilda eftir því sem við á bæði fyrir móðurfélög og samstæður fjármálafyrirtækja. Tilmælin setja fram nokkrar meginreglur um bestu framkvæmd lausafjárstýringar og byggja á tilmælum frá Basel nefndinni um bankaeftirlit um bestu framkvæmd við stýringu á lausu fé hjá bönkum Mikilvægt er að fjármálafyrirtæki leggi sérstaka áherslu á lausafjárstýringu og endurfjármögnun og fari eftir tilmælunum. Laust fé, eða geta til að fjármagna aukningu í eignum og standa við skuldbindingar þegar þær falla til, er grundvallaratriði fyrir rekstrarhæfi sérhvers fjármálafyrirtækis. Stýring á lausu fé er þess vegna meðal þýðingarmestu starfsþátta í starfsemi fjármálafyrirtækis. Traust stýring á lausu fé getur dregið úr líkum á alvarlegum áföllum. Þýðing lausafjárstýringar er ekki eingöngu bundin við einstök fjármálafyrirtæki þar sem áfall hjá einu fjármálafyrirtæki getur haft áhrif á stöðugleika fjármálakerfisins í heild. Af þeim sökum er mikilvægt að greina hvernig fjármögnunarþörf kynni að þróast við ólíkar aðstæður, þ.m.t. erfið ytri skilyrði, auk þess að mæla lausafjárstöðu með reglubundnum hætti.

Tilmælin leysa af hólmi leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2004, um framkvæmd á lausafjárstýringu gengisbundinna liða hjá fjármálafyrirtækjum. Efni þessara tilmæla féll úr gildi við gildistöku leiðbeinandi tilmæla nr. 2/2010 um bestu framkvæmd við lausafjárstýringu fjármálafyrirtækja.

Skjöl Leidbeinandi_tilmaeli_1 2008 .pdf

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica