Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 3/2015
Heiti Leiðbeinandi tilmæli um lykilupplýsingar verðbréfa- og fjárfestingarsjóða
Dagsetning 4/6/2015
Starfsemi
  • Rekstrarfélög verðbréfasjóða
Reifun

Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeinandi tilmæli um lykilupplýsingar verðbréfa- og fjárfestingarsjóða með vísan til 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Rekstrarfélögum verðbréfasjóða á Evrópska efnahagssvæðinu er skylt að gefa út lykilupplýsingar til fjárfesta í þeim tilgangi að auðvelda fjárfestum að bera saman verðbréfasjóði/fjárfestingarsjóði og auka samkeppni, sbr. 51. gr. laga nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, sem innleiðir ákvæði tilskipunar 2009/65/EB um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum að því er varðar verðbréfasjóði (UCITS IV).

Rekstrarfélag verðbréfasjóða skal gefa út lykilupplýsingar til fjárfesta á ákveðnu formi (key investor information document (KIID)) en í lykilupplýsingum skal draga fram meginatriði útboðslýsingar um viðkomandi verðbréfasjóð/fjárfestingarsjóð.

Tilmælin leysa af hólmi leiðbeinandi tilmæli nr. 3/2004 um útdrætti úr útboðslýsingum verðbréfasjóða.

 

Skjöl Leidbeinandi-tilmaeli-um-lykilupplysingar.pdf

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica