Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 3/2004
Heiti Leiðbeinandi til mæli um útdrætti úr útboðslýsingum verðbréfasjóða - [Ekki í gildi]
Dagsetning 30/12/2004
Starfsemi
  • Rekstrarfélög verðbréfasjóða
Reifun

Þann 27. apríl 2004 gaf framkvæmdastjórn ESB út leiðbeiningar 2004/384/EB, um efnisinnihald nokkurra atriða sem eiga að vera í útdráttum úr útboðslýsingum fyrir verðbréfasjóði. Unnið var að framangreindum leiðbeiningum á vettvangi UCITS Contact Committee, nefndar á vegum framkvæmdastjórnarinnar, sem sett var á laggirnar samkvæmt tilskipun 85/611/EBE. Framangreind tilskipun Evrópusambandsins um verðbréfasjóði innihélt ákvæði um útboðslýsingar sem verðbréfasjóðir skyldu gefa út. Var tilskipunin innleidd með lögum nr. 10/1993, um verðbréfasjóði, með síðari breytingum. Með breytingatilskipun nr. 2001/107/EB voru jafnframt tekin upp í tilskipunina ákvæði um svokallaða útdrætti úr útboðslýsingum Hefur framangreind breytingatilskipun m.a. verið innleidd með ákvæðum laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði og reglugerð nr. 792/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Markmið með útdrætti úr útboðslýsingu verðbréfasjóðs er einkum að efla neytendavernd og veita fjárfestum skýrar upplýsingar um öll mikilvægustu atriði sem þeim ætti að vera kunnugt um áður en fjárfest er í verðbréfasjóði. Á útdráttur úr útboðslýsingu að vera auðskiljanlegur almennum fjárfestum hlutdeildarskírteina verðbréfasjóða milli landa innan Evrópska efnahagssvæðisins og að honum sé beitt sem samræmdu markaðssetningartæki innan svæðisins. Þannig sé móttökuríki t.d. ekki heimilt að gera frekari kröfur til útdráttar heldur en gerðar eru í heimaríki að öðru leyti en með kröfum um þýðingar.

Til að ná greindum markmiðum um neytendavernd var talið nauðsynlegt innan UCITS Contact Committee og framkvæmdastjórnar ESB að skýra og skilgreina innihald og framsetningu á helstu atriðum sem eiga að koma fram í útdrætti úr útboðslýsingu verðbréfasjóðs. Í tilskipun 2001/107/EB er einungis að finna upptalningu á þeim atriðum án frekari efnislegra skilgreininga. Var því talið nauðsynlegt að setja framangreindar leiðbeiningar til að ná fram samræmdri framkvæmd á Evrópska efnahagssvæðinu. Á þessum grundvelli hefur FME sett leiðbeinandi tilmæli um útdrætti úr útboðslýsingum verðbréfasjóða.

Efni þessara tilmæla féll úr gildi við gildistöku laga nr. 12/2013 og reglugerðar 983/2013.

Skjöl Leidbeinandi_tilmaeli_3 2004.pdf

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica