Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 1/2003
Heiti Leiðbeinandi tilmæli um efni reglna samkvæmt 2. mgr. 54. gr. laga nr. 161/2002 - [Ekki í gildi]
Dagsetning 3/7/2003
Starfsemi
  • Viðskiptabankar
  • Sparisjóðir
  • Lánafyrirtæki
  • Verðbréfafyrirtæki
  • Verðbréfamiðlanir
  • Rekstrarfélög verðbréfasjóða
Reifun

Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeinandi tilmæli um efni reglna skv. 2. mgr. 54. gr. laga nr. 161/2002. Í 2. mgr. 54. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, er kveðið á um framkvæmd starfa stjórna fjármálafyrirtækja. Kemur þar fram að stjórn skuli setja sér starfsreglur þar sem nánar er kveðið á um framkvæmd starfa stjórnarinnar.

Leiðbeinandi tilmæli þessi taka til atriða sem sérstaklega varða fjármálafyrirtæki. Ekki er um tæmandi lýsingu á efni reglnanna að ræða heldur er fjallað um tiltekin atriði sem til sérstakrar umræðu hafa verið í samskiptum eftirlitsins við fjármálafyrirtæki. Vera kann að síðar reynist ástæða til að fjalla um fleiri atriði reglnanna í leiðbeinandi tilmælum. Haft er að leiðarljósi að innri starfsreglum er ætlað að tryggja jafnræði við meðferð mála og vandaða og óháða málsmeðferð. Tilgangur þeirra er því að tryggja skýrleika í málsmeðferð ásamt því að styrkja umgjörð um viðskipti stjórnarmanna og félaga þeim tengdum við fjármálafyrirtækið og aðgang stjórnarmanna að upplýsingum um viðskiptamenn. Tilmælunum fylgja skáletraðar nánari skýringar þegar við á.

Þessi tilmæli voru leyst af hólmi með leiðbeinandi tilmælum nr. 4/2006 um efni reglna samkvæmt 2. mgr. 54. gr. laga nr. 161/2002.

Skjöl Leidbeinandi_tilmaeli_2003_1.pdf

Tengt efni

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica