Eftirlitsstarfsemi

Tryggingastærðfræðingar

Samkvæmt 48. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi skal líftryggingafélag sem fellur undir undanþáguákvæði laganna skv. 3. mgr. 3. gr. sömu laga (m.ö.o. líftryggingafélag sem undanþegið er innleiðingu Solvency II tilskipunarinnar) tryggja sér þjónustu tryggingastærðfræðings, eða sérfræðings með sambærilega þekkingu, sem hefur á hendi nauðsynlega tryggingatæknilega útreikninga og athuganir fyrir félagið. Sá einn má taka að sér slíkt starf fyrir þess háttar líftryggingafélag sem hlotið hefur viðurkenningu Fjármálaeftirlitsins.

Einnig felst í viðurkenningunni heimild til að gera tryggingafræðilega athugun á fjárhag hérlendra lífeyrissjóða í samræmi við 24. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997.

Tryggingastærðfræðingar með viðurkenningu frá Fjármálaeftirlitinu eru:

Nafn

Dagsetning

Benedikt Jóhannesson 14.4.1992
Bjarni Guðmundsson 17.1. 1997
Helgi Bjarnason 14. 10 1997
Vigfús Ásgeirsson 31.1. 1998
Sigurður Freyr Jónatansson  21. 12. 1998
Steinunn Guðjónsdóttir 17.3. 1999
Þórir Óskarsson 5.1. 2009
Helgi Þórsson 2.4. 2012
Til bakaLanguage


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica