Tryggingastærðfræðingar
Tryggingastærðfræðingar gegna tilteknu hlutverki í starfsemi lífeyrissjóða og tiltekinna líftryggingafélaga.
Þannig skal líftryggingafélag sem fellur undir
undanþáguákvæði laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi skv. 3. mgr. 3. gr.
sömu laga (m.ö.o. líftryggingafélag sem undanþegið er Solvency II
tilskipuninni) tryggja sér þjónustu tryggingastærðfræðings, eða sérfræðings með
sambærilega þekkingu, sem hefur á hendi nauðsynlega tryggingatæknilega
útreikninga og athuganir fyrir félagið, sbr.
3. mgr. 48. gr. laga um vátryggingastarfsemi. Má sá einn taka að sér
slíkt starf fyrir þess háttar líftryggingafélag sem hlotið hefur viðurkenningu
Fjármálaeftirlitsins, sbr. 6. mgr. 48.
gr. sömu laga.
Þá ber stjórn lífeyrissjóðs að láta árlega fara fram tryggingafræðilega athugun á fjárhag sjóðsins í samræmi við 39. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og ákvæði reglugerðar sem ráðherra setur, sbr. 1. mgr. 24. gr. sömu laga. Skal tryggingafræðileg athugun framkvæmd af tryggingafræðingi eða öðrum þeim sem hlotið hefur viðurkenningu Fjármálaeftirlitsins til slíks starfs, samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi, sbr. 2. mgr. 24. gr. laga nr. 129/1997.
Óski aðili eftir viðurkenningu Fjármálaeftirlitsins samkvæmt 6. mgr. 48. gr. laga nr. 100/2016 og 2. mgr. 24. gr. laga nr. 129/1997 til að taka að sér störf fyrir líftryggingafélög eða lífeyrissjóði skal aðili skila til Fjármálaeftirlitsins umsókn þess efnis.
Við mat á hvort veita bera aðilum viðurkenningu lítur Fjármálaeftirlitið helst til hvort menntun viðkomandi samræmist kröfum námsskráa í tryggingafræði sbr. þeirra sem International Actuarial Association (IAA) eða Actuarial Association of Europe (AAE) gefa út. Þess utan er einnig litið til þess hvort aðili hafi starfsreynslu sem nýtist í starfi.
Tryggingastærðfræðingar með
viðurkenningu frá Fjármálaeftirlitinu eru:
Nafn |
Dagsetning |
Benedikt Jóhannesson | 14. 4.1992 |
Bjarni Guðmundsson | 17. 1. 1997 |
Helgi Bjarnason | 14. 10. 1997 |
Vigfús Ásgeirsson | 31. 1. 1998 |
Sigurður Freyr Jónatansson | 21. 12. 1998 |
Steinunn Guðjónsdóttir | 17. 3. 1999 |
Þórir Óskarsson | 5. 1. 2009 |
Helgi Þórsson | 2. 4. 2012 |
Jón Ævar Pálmason | 22.12. 2020 |