Lög um greiðsluþjónustu

  • PSD2

Með lögum nr. 114/2021 er innleidd önnur tilskipun Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu, (ESB) 2015/2366. Núgildandi lög um greiðsluþjónustu byggja á grunni eldri laga. Í núgildandi lögum er gert ráð fyrir nýjum tegundum þjónustuveitenda, sem þarfnast starfsleyfis. Lánastofnunum er gert skylt að láta af hendi upplýsingar um viðskiptavini sína hafi þeir veitt samþykki sitt, til þriðja aðila. Þannig verður þriðja aðila heimilt að nýta sér upplýsingar í tengslum við greiðslureikninga neytenda (reikningsupplýsingaþjónusta) eða veita þeim þjónustu til að virkja greiðslur af reikningum þeirra (greiðsluvirkjun).

Seðlabanki Íslands veitir upplýsingar um löggjöfina fyrir aðila á fjármálamarkaði og haghafa. Bent er á að velkomið er að hafa samband og senda fyrirspurnir með því að senda tölvupóst til Seðlabankans.

Spurt og svarað um lög um greiðsluþjónustu

Seðlabanki Íslands gefur út spurningar og svör til að auka gagnsæi um framkvæmd eftirlits og jafnframt veita eftirlitsskyldum aðilum og öðrum sem efnið varðar meira öryggi við beitingu laga og reglna.


Áhersluefni

Starfsleyfi og skráningarskylda

Sækja þarf um starfsleyfi eða óska eftir skráningu hjá Seðlabankanum, til að starfa sem greiðsluvirkjendur (PISP) eða veita reikningsupplýsingaþjónustu (AISP).

Kröfur varðandi tækni og áhættustýringu

Greiðsluþjónustuveitendur (þ.á m. greiðsluvirkjendur og þeir sem veita reikningsupplýsingaþjónustu) þurfa að uppfylla sérstakar kröfur um öryggismál og áhættustýringu. Þær kröfur varða bæði sterka sannvottun (Strong Customer Authentication – SCA) vegna framkvæmdar greiðslna og vegna tæknilegra samskipta þriðju aðila við lánastofnanir.

Neytendavernd

Lögum um greiðsluþjónustu er ætlað að auka samkeppni og neytendavernd ásamt því að stuðla að vöruþróun og nýsköpun. Markmiðið er að gera greiðslur öruggari og þægilegri.

Starfsemi yfir landamæri

Yfirlit yfir þær kröfur sem íslenskir aðilar sem hyggjast veita greiðsluþjónustu erlendis þurfa að uppfylla. Einnig upplýsingar um aðila sem hafa heimild til að veita greiðsluþjónustu hér á landi.

Frávik og sviksemi

Í lögum um greiðsluþjónustu eru gerðar kröfur um að skila með reglubundnum hætti skýrslum til Seðlabankans. Um er að ræða samræmd evrópsk skýrsluskil sem varða bæði tilkynningar um frávik og upplýsingar um sviksemi vegna greiðsluþjónustu.

Kvartanir vegna meintra brota

Þriðju aðilar sem hafa leyfi til að veita reikningsupplýsingaþjónustu (AISP) eða sinna greiðsluvirkjun (PISP) geta sent kvartanir til Seðlabankans vegna meintra brota, m.a. vegna aðgengis að greiðslureikningum.






Þetta vefsvæði byggir á Eplica