Lög um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021, voru samþykkt á Alþingi 13. júní 2021 og tóku gildi 1. nóvember 2021. Með lögunum er innleidd PSD2 tilskipunin. Þegar um er að ræða löggjöf ESB sem hefur verið innleidd í íslenskan rétt lítur Fjármálaeftirlitið til leiðbeininga og túlkana Evrópsku eftirlitsstofnananna. Fjármálaeftirlitið bendir á að velkomið er að er hafa samband og senda fyrirspurnir með því að senda tölvupóst til Fjármálaeftirlitsins. Þó skal tekið fram að Fjármálaeftirlitið hyggst ekki fjalla um sömu efnisatriði og fjallað er um í viðmiðunarreglum, tilmælum, álitum eða Q&A útgefnum af EBA nema sérstök þörf verði talin á því að gera inntak þeirra aðgengilegt á íslensku. Fjármálaeftirlitið birtir á vef sínum þær spurningar og svör sem þegar hefur verið tekin afstaða til https://www.fme.is/log-og-tilmaeli/tulkanir/
Aðilar sem óska eftir að veita þjónustu sem greiðsluvirkjendur (PISP) eða veita reikningsupplýsingaþjónustu (AISP) þurfa að sækja um starfsleyfi eða óska eftir skráningu hjá Fjármálaeftirlitinu. Aðilar geta nálgast hagnýtar upplýsingar hér.
Greiðsluþjónustuveitendur þurfa að uppfylla sérstakar kröfur um öryggismál og áhættustýringu. Þær varða m.a. sterka sannvottun (Strong Customer Authentication – SCA) vegna framkvæmdar greiðslna og tæknilegra samskipta þriðju aðila við lánastofnanir.
PSD2 tilskipuninni er ætlað að auka samkeppni og neytendavernd ásamt því að stuðla að vöruþróun og nýsköpun. Tilskipunin hefur að markmiði að gera greiðslur öruggari og þægilegri. Hér færðu helstu upplýsingar um réttindi þín sem neytandi vegna tilskipunarinnar.
Íslenskir aðilar sem hyggjast veita starfsemi erlendis geta nálgast hér upplýsingar um kröfur sem gerðar eru til þeirra. Hér má einnig nálgast upplýsingar um aðila sem hafa heimild til að veita greiðsluþjónustu hér á landi.
PSD2 löggjöfinni munu fylgja kröfur um að skila með reglubundnum hætti skýrslum til Fjármálaeftirlitsins. Um er að ræða samevrópsk skýrsluskil sem varða bæði tilkynningar um frávik og upplýsingar um sviksemi vegna greiðsluþjónustu.
Þriðju aðilar sem fá leyfi til að veita reikningsupplýsingaþjónustu (AISP) eða sinna greiðsluvirkjun (PISP) eiga að geta fengið viðeigandi aðgengi að greiðslureikningum til að sinna starfsemi sinni. Sé tilefni til geta aðilar sent kvörtun til Fjármálaeftirlitsins og tilkynnt um meint brot, m.a. varðandi aðgengi að greiðslureikningum.