Lög um greiðsluþjónustu

Með lögum nr. 114/2021 er innleidd önnur tilskipun Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu, (ESB) 2015/2366. Lögin gilda um alla þá sem hafa heimild til að veita greiðsluþjónustu auk ákvæða sem eiga við um greiðslustofnanir.

Rísi ágreiningur um aðgang að greiðslureikningum, skv. 37. gr. laga um greiðsluþjónustu eða annarra ákvæða laganna er unnt að senda kvörtun til Seðlabankans. Við úrlausn kvartana fylgir Seðlabankinn viðmiðunarreglum Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (EBA) um meðferð kvartana . Fyrirspurnir eða ábendingar skal koma á framfæri við Seðlabankann með því að senda tölvupóst.

Spurt og svarað um lög um greiðsluþjónustu

Seðlabanki Íslands gefur út spurningar og svör til að auka gagnsæi um framkvæmd eftirlits og jafnframt veita eftirlitsskyldum aðilum og öðrum sem efnið varðar meira öryggi við beitingu laga og reglna.

Starfsleyfi og skráningarskylda

Greiðsluþjónusta skv. lögum nr. 114/2021 um greiðsluþjónustu er leyfisskyld starfsemi. Fyrirtæki sem hugsa sér að veita greiðsluþjónustu geta sótt um starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands.

Nánari upplýsingar

Kröfur til greiðsluþjónustuveitenda

Lög nr. 114/2021 um greiðsluþjónustu (e. PSD2) gera kröfur til greiðsluþjónustuveitenda varðandi öryggi, upplýsingatækni og áhættustýringar. Helst mætti þar nefna:

  • Stjórnskipulag upplýsingaöryggis
  • Viðbúnaðar- og rekstrarsamfelluáætlanir
  • Breytingarstjórnun hugbúnaðar
  • Frávikaskráningar og tilkynningar til fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands
  • Virkt áhættustýringakerfi
  • Öryggisprófanir

 

Reglur Seðlabanka Íslands og viðmiðunarreglur EBA

Seðlabanki Íslands setur reglur og EBA viðmiðunarreglur á grundvelli laga um greiðsluþjónustu sem útskýra nánar ákvæði laganna.

 

Álit EBA vegna innleiðinga reglna um greiðsluþjónustu

Í álitum EBA er að finna umfjöllun um ýmis álitaefni sem upp hafa komið við innleiðingu greiðsluþjónustuveitenda á lögum um greiðsluþjónustu. Greiðsluþjónustuveitendum ber að taka tillit til þeirra við innleiðingu.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica