Um FME

Starfsumsóknir – vilt þú slást í hópinn?

Hjá Fjármálaeftirlitinu starfar öflugur hópur sérfræðinga í fjölbreyttum og spennandi störfum.  Við kappkostum að bjóða starfsfólki upp á hvetjandi starfsumhverfi og tækifæri til að auka færni sína og þróast í starfi. Laus störf eru ávallt auglýst og má finna á Starfatorgi. Við hvetjum áhugasama að fylgjast með starfsauglýsingum þar og í Fréttablaðinu.

Einnig má senda almenna umsókn á netfangið umsoknir@fme.is.

Til baka

Laus störf

Starf SHL Umsóknarfrestur Hvar
Sérfræðingur í rekstraráhættu 100 08.04.2019 FME Bankar

Sérfræðingur í rekstraráhættu

Bankasvið Fjármálaeftirlitsins leitar eftir sérfræðingi í rekstraráhættu fyrirtækja á fjármálamarkaði Hlutverk bankasviðs er að starfrækja áhættumiðað eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja. Eftirlitið felur m.a. í sér reglubundna vöktun á starfsemi fyrirtækjanna á grundvelli gagnaskila, mat á áhættu og áhættustýringu þeirra. Um er að ræða fjölbreytt starf sem snýr að mati og eftirliti með rekstraráhættu (e. operational risk) fjármálafyrirtækja ásamt tilheyrandi undiráhættuþáttum. Leitað er að faglega sterkum einstaklingi með góða greiningarhæfni og mikla færni í mannlegum samskiptum.

Helstu verkefni og ábyrgð

- Mat og greining rekstraráhættu eftirlitsskyldra aðila - Þróun aðferðafræði Fjármálaeftirlitsins við mat á rekstraráhættu - Yfirsýn með þróun rekstraráhættu á fjármálamarkaði - Samskipti við eftirlitsskylda aðila og aðra hagsmunaaðila - Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi

Hæfnikröfur

- Háskólagráða sem nýtist í starfi, sérstaklega á sviði viðskipta- eða verkfræði - Þekking og reynsla af fjármálamarkaði - Þekking og reynsla af mati á rekstraráhættu - Rík greiningarhæfni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum - Góð færni í ritun og framsetningu texta á íslensku og ensku - Góð hæfni í samskiptum og teymisvinnu sem og í miðlun upplýsinga

Frekari upplýsingar um starfið

  • Vinnutími: Dagvinna
  • Starfssvið: Sérfræðingar, aðrir
  • Launaskilmálar: viðkomandi stéttarfélag

Umsjón með ráðningunni hafa Elmar Ásbjörnsson forstöðumaður á bankasviði (elmara@fme.is) og Árni Ragnar Stefánsson mannauðsstjóri (arni@fme.is). Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is, eða á www.starfatorg.is. Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl nk. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Nánari upplýsingar veitir

FME Bankar

Katrínartúni 2
Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica