Um FME

Starfsumsóknir – vilt þú slást í hópinn?


Hjá Fjármálaeftirlitinu starfar öflugur hópur sérfræðinga í fjölbreyttum og spennandi störfum.  Við kappkostum að bjóða starfsfólki upp á hvetjandi starfsumhverfi og tækifæri til að auka færni sína og þróast í starfi. Laus störf eru ávallt auglýst og má finna á Starfatorgi. Við hvetjum áhugasama að fylgjast með starfsauglýsingum þar og í dagblöðum.

Einnig má senda almenna umsókn á netfangið umsoknir@fme.is.

Til baka

Laus störf

Starf SHL Umsóknarfrestur Hvar
Lögfræðingur í viðskiptaháttaeftirliti 100 16.09.2019 FME Markaðir og viðskiptahættir

Lögfræðingur í viðskiptaháttaeftirliti

Þekkir þú löggjöf á vátryggingamarkaði? Svið markaða og viðskiptahátta annast eftirlit með verðbréfamörkuðum og viðskiptaháttum eftirlitsskyldra aðila á fjármálamarkaði. Um er að ræða starf lögfræðings í teymi sem sinnir eftirliti með viðskiptaháttum og neytendavernd og er starfið einkum tengt verkefnum á vátryggingamarkaði. Einnig sinnir teymið upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu til neytenda og fjárfesta. Leitað er að lögfræðingi með þekkingu á löggjöf á vátryggingamarkaði og reynslu af eftirliti eða störfum á fjármálamarkaði.

Helstu verkefni og ábyrgð

- Framkvæmd athugana og þátttaka í vettvangsathugunum tengdum viðskiptaháttum - Upplýsinga- og leiðbeiningaþjónusta til neytenda og móttaka ábendinga - Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi tengdu viðskiptaháttum og neytendum - Almenn fræðsla og upplýsingamiðlun um viðskiptahætti og neytendamál - Þátttaka í verkefnum tengdum setningu og innleiðingu skráðra réttarheimilda

Hæfnikröfur

- Meistara- eða embættispróf í lögfræði - Þekking á stjórnsýslurétti og löggjöf á fjármálamarkaði, einkum vátryggingamarkaði - Þekking á neytendamálum á fjármálamarkaði - Reynsla af eftirlitsstörfum eða störfum tengdum fjármálamarkaði er æskileg - Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum - Frumkvæði, öguð vinnubrögð, ábyrgð, heiðarleiki, sjálfstæði og metnaður í starfi - Hæfni til að tjá sig og miðla upplýsingum í ræðu og riti á íslensku og ensku

Frekari upplýsingar um starfið

  • Vinnutími: Dagvinna
  • Starfssvið: Sérfræðingar, aðrir
  • Launaskilmálar: Stéttarfélag lögfræðinga

Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, ww.fme.is eða á www.starfatorg.is. Umsóknarfrestur er til og með 16. september nk. Umsóknum um starfið þarf að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Nánari upplýsingar veitir

FME Markaðir og viðskiptahættir

Katrínartúni 2
Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica