Um FME

Starfsumsóknir – vilt þú slást í hópinn?


Hjá Fjármálaeftirlitinu starfar öflugur hópur sérfræðinga í fjölbreyttum og spennandi störfum.  Við kappkostum að bjóða starfsfólki upp á hvetjandi starfsumhverfi og tækifæri til að auka færni sína og þróast í starfi. Laus störf eru ávallt auglýst og má finna á Starfatorgi. Við hvetjum áhugasama að fylgjast með starfsauglýsingum þar og í dagblöðum.

Einnig má senda almenna umsókn á netfangið umsoknir@fme.is.

Til baka

Laus störf

Starf SHL Umsóknarfrestur Hvar
Sérfræðingur í áhættulíkönum fjármálafyrirtækja 100 24.06.2019 FME Bankar

Sérfræðingur í áhættulíkönum fjármálafyrirtækja

Bankasvið leitar að sérfræðingi í greiningu og eftirliti með áhættulíkönum fjármálafyrirtækja. Hlutverk bankasviðs er að starfrækja áhættumiðað eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja. Eftirlitið felur m.a. í sér reglubundna vöktun á starfsemi fyrirtækjanna á grundvelli gagnaskila, mat á áhættu og áhættustýringu þeirra. Um er að ræða fjölbreytt starf sem snýr að mati og eftirliti með líkönum sem notuð eru til að mæla fjárhagslega áhættu sem fjármálafyrirtæki, undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins, standa frammi fyrir, m.a. útlánaáhættu, markaðsáhættu, samþjöppunaráhættu og kerfisáhættu. Líkönin eru í sumum tilfellum grundvöllur þeirra eiginfjárkrafna sem Fjármálaeftirlitið gerir til fjármálafyrirtækja.

Helstu verkefni og ábyrgð

- Greining og eftirlit með innri áhættumatslíkönum sem eftirlitsskyldir aðilar nota við mat á eiginfjárþörf, einkum útlánaáhættu. - Eftirlit með öðrum líkönum, t.d. virðisrýrnunar- og verðlagningarlíkönum. - Mat á umgjörð líkana fjármálafyrirtækja. - Þróun á aðferðafræði Fjármálaeftirlætisins við mat á áhættu og framkvæmd áhættumats. - Þátttaka í öðrum verkefnum sviðsins og alþjóðlegu samstarfi.

Hæfnikröfur

- Háskólagráða í verkfræði, stærðfræði eða sambærilegu námi. - Þekking á líkönum sem notuð eru til að mæla fjárhagslega áhættu. - Viðeigandi þekking og reynsla á fjármálamarkaði. - Rík greiningarhæfni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum. - Færni í ritun og framsetningu texta á íslensku og ensku. - Jákvæðni, frumkvæði, góð hæfni í samskiptum og til þátttöku í hópavinnu.

Frekari upplýsingar um starfið

  • Vinnutími: Dagvinna
  • Starfssvið: Sérfræðingar, aðrir
  • Launaskilmálar: viðkomandi stéttarfélag

Frekari upplýsingar veita Elmar Ásbjörnsson, forstöðumaður á bankasviði (elmara@fme.is) og Árni Ragnar Stefánsson, mannauðsstjóri (arni@fme.is). Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is eða á www.starfatorg.is. Umsóknarfrestur er til og með 24. júní nk. Umsóknum um starfið þarf að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Nánari upplýsingar veitir

FME Bankar

Katrínartúni 2
Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica