Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 5/2003
Heiti Leiðbeinandi tilmæli um aðskilnað reksturs og vörslu og óhæði rekstrarfélaga verðbréfasjóða samkvæmt 15. gr. laga. nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði
Dagsetning 29/10/2003
Starfsemi
  • Rekstrarfélög verðbréfasjóða
Reifun

Með gildistöku nýrra laga nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingasjóði hafa orðið miklar breytingar á starfsheimildum og starfsskilyrðum rekstrarfélaga verðbréfasjóða. Hafa starfsheimildir rekstrarfélaga verið útvíkkaðar þannig að auk reksturs verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu er þeim heimilt að sinna eignastýringu og fjárfestingarráðgjöf. Þá má nefna að verðbréfasjóðir eru stofnaðir og reknir af rekstrarfélagi í stað þess að vera sjálfstæðir lögaðilar. Þá hefur sú grundvallarbreyting orðið að rekstrarfélög verðbréfasjóða falla nú undir lög nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Bar rekstrarfélögum, skv. 4. mgr. ákvæðis I til bráðabirgða við lögin að sækja um starfsleyfi sem fjármálafyrirtæki fyrir 1. júlí sl.

Til að hljóta starfsleyfi þurfa rekstrarfélög að uppfylla ítarlegar kröfur laga nr. 161/2002; m.a. um starfsskipulag, þ.m.t. innra skipulag, hlutafé, hæfi stjórnenda o.fl. Fjármálaeftirlitið telur því nauðsynlegt að setja fram leiðbeinandi tilmæli um aðskilnað reksturs og vörslu og óhæði rekstrarfélaga verðbréfasjóða skv. 15. gr. laga nr. 30/2003.

Skjöl Leidbeinandi_tilmaeli_2003_5.pdf

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica