Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 3/2010
Heiti Leiðbeinandi tilmæli um hæfi lykilstarfsmanna
Dagsetning 5/9/2011
Starfsemi
 • Lánafyrirtæki
 • Verðbréfafyrirtæki
 • Verðbréfamiðlanir
 • Rekstrarfélög verðbréfasjóða
 • Lífeyrissjóðir
 • Vörsluaðilar lífeyrissparnaðar
 • Vátryggingafélög
 • Viðskiptabankar
 • Verðbréfamiðstöðvar
 • Vátryggingamiðlarar
 • Vátryggingamiðlanir
 • Sparisjóðir
 • Rafeyrisfyrirtæki
 • Kauphallir og aðrir tilboðsmarkaðir
 • Innlánsdeildir samvinnufélaga
 • Innheimtuaðilar
 • Greiðslustofnanir
 • Aðrir eftirlitsskyldir aðilar (Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta, Tryggingasjóður Sparisjóða, útgefendur verðbréfa)
Reifun

Tilmælin fjalla um mikilvægi þess að framkvæmdastjóri gæti að hæfi lykilstarfsmanna þrátt fyrir að ekki sé gerður slíkur áskilnaður í lögum. Tilmælin koma í kjölfar gildistöku laga nr.  75/2010, sem breyttu lögum um fjármálafyrirtæki nr.161/2002, en breytingarnar fólu m.a. í sér ýmis nýmæli er varða lykilstarfsmenn fjármálafyrirtækja, einkum varðandi viðskipti fyrirtækjanna við þá, s.s. lánveitingar, starfslokasamninga og önnur kjör.

Í sérlögum, sem eftirlitsskyldir aðilar starfa eftir, eru ákvæði um hæfi og óhæði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra, sem ráðinn er af stjórn. Framkvæmdastjóri ræður aðra starfsmenn og ber ábyrgð á störfum þeirra. Fjármálaeftirlitið telur að hæfi og hæfni lykilstarfsmanna sé einn af grundvallarþáttum varðandi annars vegar rekstraráhættu eftirlitsskyldra aðila og hins vegar orðsporsáhættu þeirra. Þannig er hæfi stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna einn mikilvægasti grundvöllur heilbrigðra og eðlilegra viðskiptahátta fjármálafyrirtækis og annarra fyrirtækja á fjármálamarkaði.

Tilmælum þessum var breytt eftir gildistöku í kjölfar álit umboðsmanns Alþingis, nr. 6436/2011. Var í samræmi við áðurnefnt álit orðið „skal“ „ber“ tekið út þar sem það átti ekki við. Stjórn Fjármálaeftirlitsins samþykkti að endurútgefa og birta tilmælin þann 31. ágúst 2011. Breytingar voru gerðar á orðalagi í töluliðum 5. og 7.

Stjórn hafði áður samþykkt að gefa út og birta tilmælin þann 1. október 2010.

Skjöl LeidbeinandiTilmaeli_3_2010_15.12.2010.pdf

Tengt efni

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica