Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 1/2007
Heiti Leiðbeinandi tilmæli um viðmiðunarreglur til að efla samræmi í aðferðum í eftirliti með fjármálafyrirtækjum - [Ekki í gildi]
Dagsetning 17/4/2007
Starfsemi
  • Viðskiptabankar
  • Sparisjóðir
  • Lánafyrirtæki
  • Verðbréfafyrirtæki
  • Verðbréfamiðlanir
  • Rekstrarfélög verðbréfasjóða
Reifun

Í 1. mgr. 84. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki er kveðið á um að stjórn og framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækis skuli reglulega leggja mat á eiginfjárþörf fyrirtækisins með hliðsjón af áhættustigi þess. Þá er í 17. gr. sömu laga og í 51. gr. reglna um eiginfjárkröfur og áhættugrunn fjármálafyrirtækja, nr. 215/2007, kveðið á um að hjá fjármálafyrirtæki skuli vera til staðar fullnægjandi og skjalfestir innri ferlar til að meta nauðsynlega stærð, samsetningu og innri dreifingu eiginfjárgrunns með hliðsjón af þeirri áhættu sem starfsemin felur í sér hverju sinni. Í 52. gr. sömu reglna er kveðið á um að Fjármálaeftirlitið meti hvort þær ráðstafanir sem fjármálafyrirtæki grípur til séu nægjanlegar, hvort stjórnun sé traust og hvort eiginfjárgrunnur sé fullnægjandi með hliðsjón af þeirri áhættu sem felst í starfseminni.

Basel II reglurnar um eigið fé fjármálafyrirtækja, sem byggðar eru á alþjóðlegum staðli Basel nefndarinnar um bankaeftirlit, eru í þremur hlutum, svonefndum stoðum eftir enskum heitum þeirra: Pillar I, II og III. Þau ákvæði sem liggja til grundvallar leiðbeinandi tilmælum þessum eru: grein nr. 22, 123, 124 og 136 og viðaukar V og XI í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2006/48/EB frá 14. júní 2006 um stofnun og rekstur lánastofnana.

Tilgangur þessara  leiðbeinandi tilmæli um viðmiðunarreglur er að efla samræmi í aðferðum í eftirliti með fjármálafyrirtækjum.

Í tilmælunum er vísað til viðmiðunarreglna EBA (áður CEBS), Guidelines on the Application of the Supervisory Review Process under Pillar 2 (GL 03). EBA (áður CEBS) gaf einnig út tilmæli (e. recommendations) til skýringar á því með hvaða hætti GL 03 ætti við um smærri fjármálafyrirtæki, sérstaklega verðbréfafyrirtæki. Við útfærslu á því hvernig smærri fjármálafyrirtæki eigi að framkvæma ICAAP telur Fjármálaeftirlitið heppilegt að fyrirtækin kynni sér aðferðafræði í þessum tilmælum EBA og nýti sér þá aðferð sem á best við um starfsemi þeirra. Tilmæli EBA eru gerð aðgengileg í meðfylgjandi skjölum.

Skjöl cebs-paper-on-the-icaap-for-smaller-institutions.pdf Leidbeinandi_tilmaeli_2007_1-ekki-i-gildi.pdf

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica