Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 5/2015
Heiti Leiðbeinandi tilmæli um stjórnarhætti vátryggingafélaga - [Ekki í gildi]
Dagsetning 8/6/2015
Starfsemi
  • Vátryggingafélög
Reifun

Leiðbeinandi tilmælin byggja á undirbúningstilmælum frá EIOPA um heildstætt kerfi stjórnarhátta (e. Guidelines on System of Governance) (EIOPA-CP-13/08). Tilmæli EIOPA eru hluti af nokkrum tilmælum sem sett voru í þeim tilgangi að virkja eftirlitsstjórnvöld og vátryggingafélög í undirbúningi Solvency II og eru svokölluð undirbúningstilmæli (e. preparatory guidelines). Markmið þessara tilmæla Fjármálaeftirlitsins er því meðal annars að stuðla að viðeigandi undirbúningi vátryggingafélaga fyrir gildistöku Solvency II.

Í Solvency II eru skilgreind fjögur lykilstarfssvið vátryggingafélaga sem falla undir stjórnarhætti; áhættustýring, starfssvið tryggingastærðfræðings, innri endurskoðun og regluvarsla og er fjallað um þau sérstaklega í öðrum leiðbeinandi tilmælum. Stjórnarhættir Vátryggingafélögum ber að viðhalda góðum og skilvirkum stjórnarháttum sem felur í sér að félaginu sé stjórnað með skynsamlegum hætti. Stjórnarhættir kveða á um hvernig innra skipulag félags stuðlar að virkri og heilbrigðri stjórnun með skýrum verklagsreglum og ferlum fyrir ákvörðunartöku og að dregið sé úr hættu á hagsmunaárekstrum. Skilvirkt kerfi stjórnarhátta vátryggingafélags skal að lágmarki fela í sér skilgreiningu á hlutverki og ábyrgð, verkaskiptingu og miðlun upplýsinga.

Stjórnarhættir snúa að samskiptum, hlutverkum og ábyrgð stjórnenda, stjórna, hluthafa og annarra hagsmunaaðila og hvernig þessir aðilar vinna sameiginlega að því að ná fram markmiðum félagsins.

Skjöl Leidbeinandi_tilmaeli_2015_5-ekki-i-gildi.pdf

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica