Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 2/2015
Heiti Leiðbeinandi tilmæli um bestu framkvæmd við gerð og form álagsprófa fjármálafyrirtækja
Dagsetning 4/6/2015
Starfsemi
  • Viðskiptabankar
  • Sparisjóðir
  • Lánafyrirtæki
  • Rafeyrisfyrirtæki
  • Verðbréfafyrirtæki
  • Vátryggingamiðlanir
  • Útgefendur verðbréfa
Reifun

Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeinandi tilmæli um bestu framkvæmd við gerð og form álagsprófa fjármálafyrirtækja. Markmiðið með tilmælunum er að fjármálafyrirtæki hér á landi starfi eftir samræmdum viðmiðum um vinnubrögð við mat á áhættu. Einnig að áhættuvilji (e. risk appetite) og áhættustjórnun taki mið af niðurstöðum álagsprófa. Tilmælin taka til fjármálafyrirtækja samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, og gilda eftir því sem við á bæði um móðurfélög og samstæður þeirra.

Tilmæli þessi eru gefin út með hliðsjón af 17. gr. laga nr. 161/2002, sem fjallar um eftirlitskerfi með áhættum, og byggja á viðmiðunarreglum frá EBA, Guidelines on Stress Testing (GL32), sem eru hluti af tilmælunum. Ítarlega umfjöllun um álagspróf fjármálafyrirtækja er að finna í viðmiðunarreglum EBA. Þar er fjallað um hvernig haga skuli álagsprófum og hvaða þætti fjármálafyrirtæki eiga að skoða sérstaklega. Einnig kemur fram að þátttaka stjórnenda í gerð álagsprófa eigi að tryggja að álagspróf séu notuð markvisst í áhættustýringu fjármálafyrirtækis. Í sömu viðmiðunarreglum er getið um 17 meginreglur sem beint er til fjármálafyrirtækja að taka tillit til við gerð, framkvæmd og túlkun álagsprófa.

Tilmæli þessi eru byggð þannig upp að getið er um hverja og eina af þessum 17 meginreglum en til nánari útskýringar á hverri meginreglu er vísað í viðmiðunarreglur EBA (GL 32). Í atriðum 18 til 22 í þessum tilmælum er umfjöllun um hlutverk Fjármálaeftirlitsins við yfirferð álagsprófa fjármálafyrirtækja, með svipuðum hætti og kemur fram í viðmiðunarreglunum. Í lokahluta viðmiðunarreglnanna, þ.e. frá og með bls. 31 til 47, eru ítarlegar leiðbeiningar um einstaka áhættuþætti sem ekki eru tekin sérstaklega upp í þessu tilmælum. Þar sem viðmiðunarreglurnar eru hluti af þessum tilmælum þurfa fjármálafyrirtæki að kynna sér leiðbeiningar um einstaka áhættuþætti og taka tillit til þeirra í samræmi við starfsheimildir sínar.

Tilmælin leysa af hólmi álagsprófshluta í kafla II í leiðbeinandi tilmælum FME nr. 2/2007 um viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum.

Skjöl LT-um-bestu-framkvaemd-vid-alagsprof-til-stjornar.pdf

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica