Eftirlitsstarfsemi

Þjónustuborð vegna fjármálatækni (e. FinTech).

Fjármálaeftirlitið býður aðilum sem veita, eða hyggjast veita, þjónustu á sviði fjármálatækni, aðgengi að þjónustuborði. Með því er ætlunin að stuðla að samskiptum við slíka aðila í því skyni að greina hvort umrædd þjónusta sé í samræmi við lög og hvort leyfi þurfi til starfseminnar. 

Hér að neðan er að finna gátlista sem viðkomandi aðilar þurfa að fylla út og senda Fjármálaeftirlitinu óski þeir eftir aðkomu þess. Sé þörf á stendur viðkomandi til boða að eiga frekari samskipti og fá nánari upplýsingar hjá Fjármálaeftirlitinu.

  • FinTech aðili svarar spurningalista eftirlitsins og sendir Fjármálaeftirlitinu (fme@fme.is)
  • Fjármálaeftirlitið sendir viðbrögð  innan 10 virkra daga.
  • Í kjölfarið getur FinTech aðili notið ráðgjafar eftirlitsins símleiðis, alls í 30 mínútur að hámarki, eða óskað eftir fundi með
    FinTech sérfræðingum eftirlitsins, alls í eina klukkustund að hámarki.
  • Gátlisti fyrir fund með Fjármálaeftirlitinu 

Greinar um FinTech:

FinTech

Til bakaLanguage


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica