Eftirlitsstarfsemi

Þjónustuborð vegna fjármálatækni (e. FinTech).

Fjármálaeftirlitið rekur þjónustuborð fyrir alla sem kunna að hafa spurningar um eftirlit á fjármálamarkaði vegna fjármálatækni (e. FinTech).

Fjármálaeftirlitið býður aðilum sem veita, eða hyggjast veita, þjónustu á sviði fjármálatækni, að fylla út gátlista um starfsemina og senda til sérfræðinga Fjármálaeftirlitsins á fintech@fme.is, sjá gátlista hér að neðan. Með því stuðlar Fjármálaeftirlitið að samskiptum við  framangreinda aðila í því skyni að greina hvort leyfi þurfi til starfseminnar. Aðilar þurfa að fylla út gátlistann og senda Fjármálaeftirlitinu óski þeir eftir aðkomu þess. Sé þörf á, stendur viðkomandi til boða að eiga frekari samskipti og fá nánari upplýsingar hjá Fjármálaeftirlitinu.

  • FinTech aðili svarar gátlistanum og sendir Fjármálaeftirlitinu (fintech@fme.is)
  • Fjármálaeftirlitið sendir viðbrögð innan 10 virkra daga.
  • Í kjölfarið getur FinTech aðili notið ráðgjafar eftirlitsins símleiðis, alls í 30 mínútur að hámarki, eða óskað eftir fundi með FinTech sérfræðingum eftirlitsins, alls í eina klukkustund að hámarki.
  • Gátlisti fyrir fund með Fjármálaeftirlitinu

Einnig er hægt er að senda almenna fyrirspurn um eftirlit með fjármálatækni á fintech@fme.is. Almennum fyrirspurnum er einnig svarað innan 10 daga.

Greinar í Fjármálum um FinTech:  

Morgunverðarfundur Fjármáleftirlitsins um FinTech – Framtíð Fjármálaþjónustu og eftirlits 9. febrúar 2018

FinTech-FME-ferli-mynd
Til bakaLanguage


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica