Tilkynning um að ófjárhagslegur mótaðili fari upp fyrir fjárhæðarmörk

Með skilum á þessu eyðublaði lýsir ófjárhagslegur mótaðili því yfir að hann stöður hans í neðangreindum flokkum afleiðna sé yfir þeim fjárhæðarmörkum sem kveðið er á um í EMIR og undirgerðum hennar:

  • a) OTC-lánaafleiðusamningar
  • b) OTC-hlutabréfaafleiðusamningar
  • c) OTC-vaxtaafleiðusamningar
  • d) OTC-gjaldeyrisafleiðusamningar
  • e) OTC-hrávöruafleiðusamningar og aðrir OTC-afleiðusamningar sem ekki eru taldir upp í stafliðum a) til d)

Í tilfelli samstæða þarf einnig að fylla út C-hluta eyðublaðsins þar sem taldir eru upp þeir ófjárhagslegu mótaðilar innan samstæðunnar sem tilkynningaraðilinn tilheyrir og eru með lögfesti innan evrópska efnahagssvæðisins. Þá þarf að útlista alla tengda ófjárhagslega mótaðila í C-hluta eyðublaðsins. Ófjárhagslegir mótaðilar sem eiga ekki í OTC-afleiðuviðskiptum eiga ekki að vera í þeirri samantekt.

Nauðsynlegt er að fá aðgang að kerfi Seðlabankans til að geta sent inn umsóknir og tilkynningar. Sótt er um aðgang með því að fylla út formið á nýskráningarsíðunni.

Innskráning

Nýskráning Týnt lykilorð


Þetta vefsvæði byggir á Eplica