Lánveitendur og lánamiðlarar skv. lögum um neytendalán

Almennt

Samkvæmt lögum nr. 33/2013 um neytendalán eru neytendalán einstaklingslán sem tekin eru óháð atvinnustarfsemi lántakanda, hjá aðila sem hefur atvinnu af því að veita lán. Lánveitandi getur verið einstaklingur, fyrirtæki, opinber aðili eða hópur sem veitir lán í atvinnuskyni. Lánveitendur og lánamiðlarar sem bjóða upp á neytendalán skulu vera skráðir hjá Neytendastofu. Þetta á þó ekki við um þá aðila sem hafa heimild til lánveitinga til neytenda skv. sérlögum eða teljast eftirlitsskyldir aðilar skv. lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

Markmið neytendalánalaga er að veita neytendum ákveðna vernd og tryggja margvíslega upplýsingagjöf til lánveitanda áður en lánasamningur er gerður.

Neytendalán geta verið fjölbreytt og má þar til dæmis nefna skuldabréf, yfirdráttarheimildir, bílasamninga, raðgreiðslusamninga eða smálán.

Eftirlit

Neytendastofa hefur eftirlit með því að lánveitendur og lánamiðlarar fari að lögum um neytendalán, sbr. IX. kafla laganna.

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) fer með eftirlit með því að starfsemi aðila, sem falla undir a-lið 1. mgr. 2. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sé í samræmi við framangreind lög, sem og reglugerðir og reglur sem settar eru á grundvelli þeirra.  

Skráðir lánveitendur hér á landi eru eftirtaldir aðilar;

  1. Aur app ehf.
  2. Farsímagreiðslur ehf.
  3. Greiðslumiðlun ehf.
  4. Netgíró hf.
  5. NúNú Lán ehf.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica