Greiðsluþjónusta

Lögin um greiðsluþjónustu hafa það markmið að gefa neytendum tækifæri á að nýta nýsköpun í fjármálaþjónustu sem bæði bankar með tilskilin starfsleyfi bjóða sem og aðrir eftirlitsskyldir greiðsluþjónustuveitendur. Lögin fela meðal annars í sér að hægt er að fylgjast betur með fjárhag sínum og stunda viðskipti á netinu án greiðslukorts. Um er að ræða bæði starfsleyfis- og eftirlitsskylda starfsemi sem lýtur sömu öryggiskröfum og önnur greiðsluþjónusta.

Ákvæðum laga um greiðsluþjónustu er ætlað að tryggja að rafrænar greiðslur gangi snurðulaust fyrir sig. Ef upp koma vandamál er viðskiptabanka viðkomandi aðila, eða öðrum greiðsluþjónustuveitanda, skylt að bregðast við kvörtunum innan fimmtán virkra daga. Ef neytandi er ekki sáttur við viðbrögð þjónustuveitandans við kvörtun sinni getur hann haft samband við Seðlabanka Íslands.

Réttur neytenda í hnotskurn

  • Unnt er að greiða fyrir vörur og þjónustu innan EES-svæðisins á jafn auðveldan og öruggan hátt eins og í heimalandi hvers og eins.
  • Ekki er heimilt að leggja á aukakostnað þegar greitt er með greiðslukorti sem gefið er út innan EES-svæðisins.
  • Reglurnar ná til allra tegunda rafrænna greiðslna (t.d. millifærslna og greiðslna með debet- og kreditkorti).

Sanngjörn verðlagning

Neytandi hefur rétt á upplýsingum um kostnað, í tengslum við allar greiðslur ef hann er einhver. Reglan er að seljendur, hvort sem er í verslunum eða á netinu, geta ekki látið neytanda greiða meira en auglýst verð (þ.e. bætt við viðbótargreiðslum) þegar hann greiðir með debet- og kreditkortum.

Undir ákveðnum kringumstæðum (þ.e. varðandi tiltekin kort) getur seljandi lagt á viðbótargreiðslu, en þá verður hún að endurspegla raunverulegan kostnað hans vegna þessarar greiðsluaðferðar. Ef neytandi telur að hann hafi greitt of mikið eða að viðbótargreiðsla sé ekki í samræmi við raunverulegan kostnað, til dæmis þegar hann hefur bókað flug eða greitt fyrir hótelbókun, getur hann skoðað rétt sinn enn frekar á vefsíðu Evrópusambandsins .

Meira öryggi, betri vörn

  • Með innleiðingu laga um greiðsluþjónustu urðu rafrænar greiðslur öruggari vegna sterkrar sannvottunar viðskiptavina. Þetta er tryggt með blöndu af mismunandi sannvottunarupplýsingum, svo sem PIN númeri og fingrafari.
  • Ábyrgð neytanda í tengslum við óheimilaða greiðslu, til dæmis ef kreditkorti hans er stolið, er bundin við jafnvirði 50 evra í íslenskum krónum að hámarki (nema ef um stórfellt gáleysi er að ræða).
  • Í þeim tilvikum þar sem ekki er vitað fyrirfram hver upphæð greiðslu með korti verður (svo sem varðandi bílaleigu og hótelkostnað) getur söluaðili einungis fryst umsamda upphæð á korti neytandans með samþykki hans.
  • Hafi neytandi veitt fyrirtæki heimild til að skuldfæra upphæð af reikningi sínum (e. direct debt), hefur hann hafa átta vikur til að andmæla röngum gjaldfærslum. Skylt er að endurgreiða honum innan tíu virkra daga.

Hefurðu áhuga á að vita meira?

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica