Fréttir


Fréttir: júní 2009

Fyrirsagnalisti

25.6.2009 : Fjármálaeftirlitið (FME) birtir upplýsingar um iðgjöld og samanlagða markaðshlutdeild erlendra vátryggingafélaga á Íslandi 2004 - 2007

FME hefur tekið saman tölulegar upplýsingar um starfsemi erlendra vátryggingafélaga á Íslandi árin 2004-2007. Félög þessi hafa móðurstöðvar sínar á Evrópska efnahagssvæðinu og hafa heimild til starfsemi á Íslandi á grundvelli VII. kafla laga nr. 60/1994 um vátryggingastarfsemi. Lesa meira

23.6.2009 : Rós Invest hf. fær starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða

Fjármálaeftirlitið veitti þann 12. júní 2009 Rós Invest hf., kt. 691208-0520, Borgartúni 25, 105 Reykjavík, starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt 7. tölul. 1. mgr. 4. gr., sbr. 7. tölul. 1. mgr. 3. gr. og 2. tölul. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

22.6.2009 : Fjármálaeftirlitið vekur athygli á reglum nr. 529/2009 um breytingu á reglum nr. 903/2004 um mat á tjónaskuld og gagnaskil í því sambandi

Fjármálaeftirlitið hefur endurskoðað þá útreikninga sem liggja að baki lágmörkum tjónaskuldar í lögboðnum ökutækjatryggingum sem kveðið er á um í 1. mgr. 7. gr. reglna nr. 903/2004 um mat á tjónaskuld og gagnaskil í því sambandi. Lesa meira

19.6.2009 : Námskeið fyrir rekstrarfélög verðbréfasjóða

Fjármálaeftirlitið hélt nýverið námskeið fyrir starfsmenn rekstrarfélaga verðbréfasjóða þar sem farið var yfir helstu atriði í útfyllingu skýrslna um sundurliðun fjárfestinga verðbréfa- og fjárfestingarsjóða. Námskeiðið var haldið í ráðstefnusal Norræna hússins og mættu tæplega 40 manns frá níu rekstrarfélögum. Þátttakendur voru meðal annars framkvæmdastjórar rekstrarfélaganna, sjóðstjórar og aðrir er koma að útfyllingu skýrslnanna.

Lesa meira

18.6.2009 : Rarik ohf. veitt innheimtuleyfi

Fjármálaeftirlitið hefur veitt eftirfarandi fyrirtæki innheimtuleyfi samkvæmt innheimtulögum, nr. 95/2008: Rarik ohf., kt. 520269-2669, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík. Lesa meira

15.6.2009 : Endanlegur frestur veittur til að ljúka skilmálum fjármálagernings um uppgjör

Fjármálaeftirlitinu hefur reynst nauðsynlegt að fresta endanlegu uppgjöri á milli nýju bankanna og gömlu bankanna, eins og nánar hefur verið tilgreint í ákvörðunum eftirlitsins þann 6. mars 2009 og 15. maí 2009. Í síðarnefndu ákvörðuninni var sagt að endanleg ákvörðun um frest yrði tekin eigi síðar en í dag. Lesa meira

12.6.2009 : Fjármálaeftirlitið rannsakar nú átta meint brot gegn lögum um gjaldeyrismál

Fjármálaeftirlitið er nú með til rannsóknar átta meint brot gegn lögum um gjaldeyrismál og/eða reglum settum á grundvelli þeirra. Í gildandi lögum um gjaldeyrismál er Fjármálaeftirlitinu fengið það verkefni að rannsaka slík mál sem því er tilkynnt um. Þau mál sem eru til dæmis til skoðunar varða meint brot gegn reglum Seðlabanka Íslands frá því í desember sl. en þeim er meðal annars ætlað að stöðva tímabundið gjaldeyrisútflæði, sem gæti annars leitt til óhóflegrar gengislækkunar krónunnar. Lesa meira

12.6.2009 : Opnun verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða Rekstrarfélags SPRON hf.

Bráðabirgðastjórn SPRON hefur gert samning við Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf., Strandgötu 3, Akureyri um að taka yfir rekstur og umsýslu þeirra verðbréfa- og fjárfestingarsjóða sem áður voru í rekstri Rekstrarfélags SPRON hf. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. hefur tilkynnt Fjármálaeftirlitinu að það hafi tekið yfir rekstur sjóðanna og að viðskipti með sjóðina hefjist í dag, 12. júní 2009. Lesa meira

9.6.2009 : Tillögur nefndar um fjármálasamsteypur

CEBS og CEIOPS hafa gegnum sameiginlega nefnd um fjármálasamsteypur (JCFC) birt á heimasíðum sínum umræðuskjal um fyrirhugaðar tillögur þeirra til Evrópusambandsins um endurskoðun á tilskipun um fjármálasamsteypur. Lesa meira

9.6.2009 : CEBS birtir ársskýrslu sína í dag

Nefnd evrópskra bankaeftirlita (CEBS) birtir í dag ársskýrslu sína fyrir árið 2008. Í skýrslunni er að finna yfirlit yfir áfanga í starfi CEBS árið 2008. Lesa meira

8.6.2009 : Ársskýrsla CEIOPS fyrir árið 2008

CEIOPS gaf í dag út ársskýrslu sína fyrir árið 2008 og vinnuáætlun fyrir 2009. Verkið gefur gott yfirlit yfir áfanga í starfi CEIOPS árið 2008 og helstu markmið CEIOPS þetta ár. Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica