Fréttir


Fréttir: júní 2013

Fyrirsagnalisti

28.6.2013 : Skýrslur um góða viðskiptahætti á vátryggingamarkaði í umsagnarferli

EIOPA (Evrópska  eftirlitsstofnunin á vátrygginga- og lífeyrissjóðamarkaði) óskar eftir umsögnum um tvær skýrslur sem stofnunin hefur gefið út um viðskiptahætti á vátryggingamarkaði.
Lesa meira

28.6.2013 : Fjármálaeftirlitið leggur áherslu á vistvænan og hagkvæman ferðamáta

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út samgöngustefnu. Markmið hennar er að sýna samfélagslega ábyrgð og stuðla að því að starfsmenn noti vistvænan og hagkvæman ferðamáta. Lesa meira

24.6.2013 : Dreifibréf um reglur um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja

Hinn 23. apríl síðastliðinn hélt Fjármálaeftirlitið fræðslufund fyrir stjórnvöld. Þar voru reglur Fjármálaeftirlitsins nr. 1050/2012 um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja til umfjöllunar ásamt leiðbeinandi tilmælum nr. 2/2012 um framkvæmd reglnanna. Í kjölfarið sendi Fjármálaeftirlitið stjórnvöldum dreifibréf þar sem tekið var á helstu atriðum viðvíkjandi stjórnvöld og reglurnar. Dreifibréfið  má finna hér.
Lesa meira

24.6.2013 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Umsýslufélagið Verðandi ehf. og Hinrik Bergs hæf til að fara með virkan eignarhlut í T-plús hf.

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Umsýslufélagið Verðandi ehf., kt.471209-0230 og Hinrik Bergs, kt. 140487-6009, séu hæf til að fara með virkan eignarhlut í T-plús hf. sem nemur 50%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
Lesa meira

14.6.2013 : Starf skjalastjóra laust til umsóknar

Fjármálaeftirlitið leitar að öflugum skjalastjóra til að leiða uppbyggingu og þróun skjalamála og stýra teymi í skjala- og ritaraþjónustu.  Auglýsingu um starfið má sjá hér. Lesa meira

14.6.2013 : Ný gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins

Ný gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins nr. 555/2013 hefur tekið gildi. Gjaldskráin var birt í vefútgáfu Stjórnartíðinda þann 13. júní 2013 sem má nálgast hér.
Lesa meira

14.6.2013 : Hilmar Hansson hæfur til að fara með virkan eignarhlut í ARM Verðbréfum hf.

Hinn 7. júní sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Hilmar Hansson væri hæfur til að fara með virkan eignarhlut sem nemur allt að 50% í ARM Verðbréfum hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

12.6.2013 : Jón Þór Sturluson ráðinn aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins

Dr. Jón Þór Sturluson hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins. Jón Þór var valinn úr hópi 15 umsækjenda að undangengnu ítarlegu ráðningarferli.
Lesa meira

4.6.2013 : ESMA stuðlar að alþjóðasamstarfi í eftirliti með fagfjárfestasjóðum

ESMA hefur birt á heimasíðu sinni fréttatilkynningu um samstarfssamninga á milli evrópskra verðbréfaeftirlita og 34 annarra eftirlitsstofnana í þriðju ríkjum vegna eftirlits með fagfjárfestasjóðum, þar með talið vogunarsjóðum, framtakssjóðum og fasteignasjóðum. Um er að ræða samninga um samstarf á milli allra 27 aðildarríkja Evrópusambandsins og eftirlita í Króatíu, Íslandi, Liechtenstein og Noregi, við verðbréfaeftirlit ríkja utan Evrópusambandsins. Hægt er að sjá fréttatilkynninguna hér.
Lesa meira

3.6.2013 : Fræðslufundur fyrir útgefendur á skipulegum verðbréfamarkaði

Fjármálaeftirlitið stóð fyrir fræðslufundi fyrir útgefendur hinn 30. maí síðastliðinn. Fundurinn var vel sóttur af regluvörðum og öðrum starfsmönnum útgefenda. Umfjöllunarefni fundarins var meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja sem og upplýsingaskylda útgefenda. Fyrirlesarar voru Elsa Karen Jónasdóttir og Inga Dröfn Benediktsdóttir, starfsmenn vettvangs- og verðbréfaeftirlits Fjármálaeftirlitsins.
Lesa meira

3.6.2013 : Fjármálaeftirlitið birtir ársreikninga og upplýsingar um afkomu vátryggingagreina hjá íslenskum vátryggingafélögum

Fjármálaeftirlitið hefur birt ársreikninga og  upplýsingar um afkomu vátryggingagreina hjá íslenskum vátryggingafélögum fyrir reikningsárið 2012 með samræmdri uppsetningu. Birtir eru rekstrar- og efnahagsreikningar, ásamt sjóðsstreymi. Í þeim tilvikum sem vátryggingafélag er hluti af samstæðu eru birtir móðurfélagsreikningar.
Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica