Fréttir


Fréttir: janúar 2009

Fyrirsagnalisti

30.1.2009 : Álagning stjórnvaldssekta

Fjármálaeftirlitið hefur lagt stjórnvaldssektir á tæplega 30 aðila frá miðju ári 2007 til ársloka 2008. Um er að ræða álagningu stjórnvaldssekta vegna brota á lögum um vátryggingastarfsemi, lögum um fjármálafyrirtæki og lögum um verðbréfaviðskipti. Lesa meira

29.1.2009 : Verðmat nýju bankanna þriggja

Mati Fjármálaeftirlitsins á eignum og skuldum nýju bankanna miðar vel áfram. Lesa meira

29.1.2009 : Ráðstefna á vegum CESR 23. febrúar 2009

Samstarfsnefnd evrópskra verðbréfaeftirlita (CESR) heldur ráðstefnu 23. febrúar nk. í París. Ráðstefnan ber heitið "Preparing for the future: where to now for regulation in the field of securities".

Lesa meira

28.1.2009 : Umfjöllun Helga Seljan og Kristins Hrafnssonar í Kastljósi um Fjármálaeftirlitið

Í Kastljósi þann 27. janúar fjölluðu þeir Helgi Seljan og Kristinn Hrafnsson um viðskipti Roberts Tchenguiz við Kaupþing. Í umfjölluninni komu fram alvarlegar missagnir um starfsemi Fjármálaeftirlitsins og rakalausar ásakanir og dylgjur sem ekki er hægt að láta ósvarað. Lesa meira

16.1.2009 : Mat á hæfi

Fjármálaeftirlitið hefur það hlutverk samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki að meta hæfi bankastjóra fjármálafyrirtækja. Bankastjórar nýju bankanna þriggja hafa farið í gegnum mat á hæfi og hafa þeir nú fengið tilkynningu um að þeir hafi staðist matið. Lesa meira

16.1.2009 : Veiting innheimtuleyfa

Fjármálaeftirlitið hefur veitt eftirfarandi fyrirtækjum innheimtuleyfi samkvæmt innheimtulögum, nr. 95/2008: Alskil hf., SPRON Factoring hf., Veitu innheimtuþjónustu ehf. og Intrum á Íslandi ehf. Lesa meira

9.1.2009 : Vegna umræðu um rannsóknir á starfsemi bankanna haustið 2008

Að gefnu tilefni vegna umræðu um rannsóknir á starfsemi bankanna haustið 2008 vill Fjármálaeftirlitið taka eftirfarandi fram: Fjármálaeftirlitið hefur síðan um miðjan október sl. rannsakað hvort brotið hafi verið gegn þeim lögum sem Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með í starfsemi bankanna þriggja sem komust í greiðsluþrot í byrjun þess mánaðar. Lesa meira

9.1.2009 : Fjármálaeftirlitið veitir tryggingastærðfræðingi viðurkenningu

Fjármálaeftirlitið veitti Þóri Óskarssyni tryggingastærðfræðingi hjá "Köbsternes Forsikring" í Kaupmannahöfn, viðurkenningu skv. 37. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr., 60/1994 hinn 5. janúar síðastliðinn.

Lesa meira

6.1.2009 : Fjármálaeftirlitið veitir innheimtuleyfi á grundvelli innheimtulaga nr. 95/2008.

Innheimtulög nr. 95/2008, tóku gildi þann 1. janúar sl. Með lögunum er Fjármálaeftirlitinu falið að veita innheimtuleyfi til aðila sem stunda innheimtu gjaldfallinna peningakrafna fyrir aðra og aðila sem kaupa peningakröfur í þeim tilgangi að innheimta þær sjálfir í atvinnuskyni. Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica