Fréttir


Fréttir: ágúst 2008

Fyrirsagnalisti

26.8.2008 : Um 7% raunaukning á eigum lífeyrissjóðanna og 52% hækkun iðgjalda

Á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins er að finna skýrslu um ársreikninga lífeyrissjóða fyrir árið 2007. Þar er jafnframt að finna excel skjal sem inniheldur talnaefni skýrslunnar. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi: Hrein raunávöxtun lífeyrissjóðanna, þ.e. ávöxtun umfram verðbólgu, lækkaði töluvert á milli ára og var um 0,5% á árinu 2007 samanborið við um 10% árið 2006. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sl. 5 ár var 9,1% og meðaltal sl. 10 ára var 5,9%.

Lesa meira

20.8.2008 : Umræðuskjal um breytingar á reglum nr. 215/2007 um eiginfjárkröfur og áhættugrunn fjármálafyrirtækja.

Fjármálaeftirlitið birtir til umsagnar umræðuskjal nr. 2/2008. Umræðuskjalið er um drög að reglum sem ætlað er að breyta reglum nr. 215/2007 um eiginfjárkröfur og áhættugrunn.

Lesa meira

14.8.2008 : Íslensku bankarnir standast álagspróf FME

Fjórir stærstu viðskiptabankarnir standast allir álagspróf Fjármálaeftirlitsins sem eftirlitið framkvæmir með reglubundnum hætti. Álagsprófið gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist samtímis áföll í formi tiltekinnar lækkunar á hlutabréfum, markaðsskuldabréfum, vaxtafrystum/virðisrýrðum útlánum og fullnustueignum og áhrifa af lækkun á gengi íslensku krónunnar án þess að eiginfjárhlutfallið fari niður fyrir lögboðið lágmark.

Lesa meira
Vanskil útlána hjá innlánsstofnunum, móðurfélögum

11.8.2008 : Vanskil útlána hjá innlánsstofnunum í lok 2. ársfjórðungs

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman tölur um vanskil útlána hjá innlánsstofnunum miðað við lok júní 2008 og samanburð við næstu ársfjórðunga á undan.

Lesa meira

11.8.2008 : Vanskil útlána hjá innlánsstofnunum í lok 2. ársfjórðungs

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman tölur um vanskil útlána hjá innlánsstofnunum miðað við lok júní 2008 og samanburð við næstu ársfjórðunga á undan. Talnaefnið nær til vanskila sem staðið hafa lengur en einn mánuð. Um er að ræða brúttó vanskil, þ.e. ekki hafa verið dregnar frá fjárhæðir sem lagðar hafa verið til hliðar sem sérstakar afskriftir. Sýnd er þróun vanskila frá árslokum 2000. Vanskilaupplýsingarnar sýna tölur fyrir innlánsstofnanir án dótturfélaga þeirra.

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica