Fréttir


Fréttir: apríl 2018

Fyrirsagnalisti

30.4.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns:

Lesa meira

25.4.2018 : Fjármálaeftirlitið veitir Fossum mörkuðum hf. aukið starfsleyfi

Fjármálaeftirlitið veitti Fossum mörkuðum hf. aukið starfsleyfi hinn 24. apríl 2018 á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Starfsleyfi Fossa markaða hf. nær nú einnig til ráðgjafar til fyrirtækja um uppbyggingu eigin fjár, stefnumótun og skyld mál og ráðgjafar og þjónustu varðandi samruna fyrirtækja og kaup á þeim, sbr. c-lið 2. tölul. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 161/2002.

Lesa meira

23.4.2018 : Kröfu í máli Eimskipafélagsins gegn Fjármálaeftirlitinu hafnað í héraðsdómi

Niðurstaða héraðsdóms liggur nú fyrir í máli Eimskipafélags Íslands hf. gegn Fjármálaeftirlitinu vegna ákvörðunar stofnunarinnar frá því í mars 2017 um að leggja 50.000.000 króna stjórnvaldssekt á félagið vegna brota gegn 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti.

Lesa meira

16.4.2018 : Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs 2018

Fjármálastöðugleikaráð hélt sinn annan fund á árinu 2018 þriðjudaginn 20. mars og framhaldsfund 13. apríl. 

Lesa meira

6.4.2018 : Alþjóðlegur vinnuhópur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka birtir skýrslu sem byggð er á úttekt hópsins á stöðunni hér á landi

Financial Action Task Force (FATF) sem er alþjóðlegur vinnuhópur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, birti í dag skýrslu sem byggð er á úttekt hópsins á stöðunni hér á landi. Helstu niðurstöður skýrslunnar hafa verið birtar á vef dómsmálaráðuneytisins. Þar kemur fram að stjórnvöld hafa þegar hafið vinnu sem miðar að því að bregðast við athugasemdunum með því að greina hvaða breytingar þarf að ráðast í  og útbúa aðgerðaráætlun.

Lesa meira

5.4.2018 : Iceland Travel Assistance ehf. afskráð sem gjaldeyrisskiptastöð

Fjármálaeftirlitið hefur með vísan til 2. mgr. 25. gr. b laga nr. 64/2006, fellt Iceland Travel Assistance ehf. af skrá yfir gjaldeyrisskiptastöðvar. Félagið uppfyllir ekki lengur skilyrði skráningar þar sem bú félagsins var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 7. mars sl. 

Lesa meira

4.4.2018 : Fjármálaeftirlitið skráir Iceland Tax Free ehf. sem gjaldeyrisskiptastöð

Fjármálaeftirlitið skráði Iceland Tax Free ehf., kt. 450115-0450, Laugavegi 7, 101 Reykjavík, sem gjaldeyrisskiptastöð hinn 27. mars 2018, sbr. 25. gr. a laga nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og reglur nr. 917/2009 um gjaldeyrisskiptastöðvar og peninga- og verðmætasendingarþjónustu.

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica