Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að standa vörð um traust og heilbrigði fjármálamarkaðarins.

Fjármálastöðugleiki

Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Hlutverk þess er að efla og varðveita fjármálastöðugleika, auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins og sporna við uppsöfnun kerfisáhættu.

 

Vátryggingafélög og „bótasjóðir“

Í framhaldi af umræðu um vátryggingafélög og „bótasjóði“ gerði Fjármálaeftirlitið samantekt til glöggvunar.

Neytendavernd

Fjármálaeftirlitið hefur meðal annars eftirlit með viðskiptaháttum gagnvart neytendum fjármálaþjónustu og sinnir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu. Þá vistar Fjármálaeftirlitið úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

CRD IV

CRD IV er hryggjarstykkið í samevrópsku regluverki fyrir fjármálafyrirtæki sem starfa á innri markaði ESB.  Um er að ræða eina heilsteypta löggjöf á sviði Evrópuréttar sem samanstendur af annars vegar tilskipun og hins vegar reglugerð.


Fréttir og tilkynningar

Allt

Samkomulag um sátt vegna brots Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. á 1. mgr. 78. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti - 24.6.2016

Hinn 3. júní 2016 gerðu Fjármálaeftirlitið og Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf., hér eftir nefnt málsaðili, með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots á 1. mgr. 78. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.
Endanleg-gagnsaeistilkynning-vegna-mals-ESI-ehf

Samkomulag um sátt vegna brots Dróma hf. á 1. mgr. 78. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti - 24.6.2016

Hinn 19. maí 2016 gerðu Fjármálaeftirlitið og Drómi hf., hér eftir nefndur málsaðili, með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots á 1. mgr. 78. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.
Endanleg-gagnsaeistilkynning-vegna-mals-Droma-hf.

Túlkun - Birting upplýsinga um niðurstöður útboða fjármálagerninga og Tilkynningarskylda fruminnherja samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti - 24.6.2016

Fjármálaeftirlitið hefur birt túlkanir á vef sínum sem bera yfirskriftina: Birting upplýsinga um niðurstöður útboða fjármálagerninga og Tilkynningarskylda fruminnherja samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti . Í fyrri túlkuninni er fjallað um hvenær eigi að birta niðurstöður útboða í tilviki fjármálagerninga. Í síðari túlkuninni er fjallað um tilkynningarskyldu fruminnherja í tilviki verðbréfalána.


Áhugavert

Viðvaranir

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á viðvörunum til fjárfesta á vefsíðum IOSCO og ESMA

Úrskurðarnefndir

Fjármálaeftirlitið vistar úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

Viðskiptadagatal

Viðskiptadagatal verðbréfamarkaða er að finna á vef Nasdaq OMX
Language


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica