Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að standa vörð um traust og heilbrigði fjármálamarkaðarins.

Fjármálastöðugleiki

Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Hlutverk þess er að efla og varðveita fjármálastöðugleika, auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins og sporna við uppsöfnun kerfisáhættu.

 

Upplýsingar um EMIR

Reglugerðin  EMIR (European Markets Infrastructure Regulation) felur í sér nýjar og umfangsmiklar kröfur vegna viðskipta með afleiður.

Neytendavernd

Fjármálaeftirlitið hefur meðal annars eftirlit með viðskiptaháttum gagnvart neytendum fjármálaþjónustu og sinnir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu. Þá vistar Fjármálaeftirlitið úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

CRD IV

CRD IV er hryggjarstykkið í samevrópsku regluverki fyrir fjármálafyrirtæki sem starfa á innri markaði ESB.  Um er að ræða eina heilsteypta löggjöf á sviði Evrópuréttar sem samanstendur af annars vegar tilskipun og hins vegar reglugerð.


Fréttir og tilkynningar

Allt

Fjármálaeftirlitið hefur metið Fossa Finance ehf., H3 ehf. og Kormák Invest ehf. hæf til að fara með virkan eignarhlut í Fossum mörkuðum hf. (áður ARM Verðbréf hf.) - 22.4.2015

Hinn 16. apríl sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að félögin Fossar Finance ehf., H3 ehf. og Kormákur Invest ehf. séu hæf til að fara með virkan eignarhlut í verðbréfamiðluninni Fossum mörkuðum hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Breyting á félagaformi Sparisjóðs Norðfjarðar ses. - 22.4.2015

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 16. apríl 2015 samruna Sparisjóðs Norðfjarðar ses. við Sparisjóð Austurlands hf. en með samrunanum var rekstrarformi Sparisjóðs Norðfjarðar ses. breytt úr sjálfseignarstofnun í hlutafélag samkvæmt  73. gr., sbr. 3. mgr. 72. gr. og 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Vefritið Fjármál komið út - 21.4.2015

Fjármál, vefrit Fjármálaeftirlitsins, er komið út og er þetta fyrsta tölublað ársins.  Í blaðinu eru fjórar greinar eftir sérfræðinga Fjármálaeftirlitsins en þetta er fjórða árið sem blaðið er gefið út.


Áhugavert

Viðvaranir

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á viðvörunum til fjárfesta á vefsíðum IOSCO og ESMA

Úrskurðarnefndir

Fjármálaeftirlitið vistar úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

Viðskiptadagatal

Viðskiptadagatal verðbréfamarkaða er að finna á vef Nasdaq OMX
Language


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica