Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að standa vörð um traust og heilbrigði fjármálamarkaðarins.

Fjármálastöðugleiki

Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Hlutverk þess er að efla og varðveita fjármálastöðugleika, auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins og sporna við uppsöfnun kerfisáhættu.

 

Ritið Verðskuldað traust

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út ritið Verðskuldað traust sem geymir meðal annars stefnumarkandi áherslur næstu árin.

Neytendavernd

Fjármálaeftirlitið hefur meðal annars eftirlit með viðskiptaháttum gagnvart neytendum fjármálaþjónustu og sinnir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu. Þá vistar Fjármálaeftirlitið úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

CRD IV

CRD IV er hryggjarstykkið í samevrópsku regluverki fyrir fjármálafyrirtæki sem starfa á innri markaði ESB.  Um er að ræða eina heilsteypta löggjöf á sviði Evrópuréttar sem samanstendur af annars vegar tilskipun og hins vegar reglugerð.


Fréttir og tilkynningar

Allt

Fjármálaeftirlitið veitir Íslandssjóðum hf. viðbótarstarfsheimildir - 11.1.2017

Fjármálaeftirlitið veitti Íslandssjóðum hf. þann 6. janúar sl. aukið starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Íslandssjóðir hf. fengu upphaflega starfsleyfi þann 10. apríl 2006 á grundvelli sömu laga. Starfsleyfi Íslandssjóða hf. hefur verið endurútgefið með tilliti til viðbótarstarfsheimilda, sem felast í fjárfestingarráðgjöf samkvæmt d-lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr., sbr. 2. tölul. 1. mgr. 27.gr. laga um fjármálafyrirtæki.

Drög að reglum um birtingu upplýsinga um fjárfestingarkostnað lífeyrissjóða - 10.1.2017

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 2/2017, sem inniheldur drög að reglum um breytingu á reglum nr. 335/2015 um ársreikninga lífeyrissjóða.  

Umræðuskjal um drög að endurskoðuðum reglum um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja - 10.1.2017

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 1/2017 sem inniheldur drög að endurskoðuðum reglum um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja. Tilefnið er breyting á lögum um fjármálafyrirtæki sem breytir meðal annars hæfisskilyrðum stjórnar og framkvæmdastjóra sem og skilyrðum um önnur störf stjórnarmanna. 


Áhugavert

Viðvaranir

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á viðvörunum til fjárfesta á vefsíðum IOSCO og ESMA

Úrskurðarnefndir

Fjármálaeftirlitið vistar úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

Viðskiptadagatal

Viðskiptadagatal verðbréfamarkaða er að finna á vef Nasdaq OMX
Language


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica