Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að standa vörð um traust og heilbrigði fjármálamarkaðarins.

Fjármálastöðugleiki

Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Hlutverk þess er að efla og varðveita fjármálastöðugleika, auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins og sporna við uppsöfnun kerfisáhættu.

 

Skortsölureglugerðin

Skortsölureglugerðin er reglugerð Evrópusambandsins um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga. Með henni verður til ný umgjörð vegna skortsölu fjármálagerninga og viðskipta með skuldatryggingar.

Neytendavernd

Fjármálaeftirlitið hefur meðal annars eftirlit með viðskiptaháttum gagnvart neytendum fjármálaþjónustu og sinnir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu. Þá vistar Fjármálaeftirlitið úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

CRD IV

CRD IV er hryggjarstykkið í samevrópsku regluverki fyrir fjármálafyrirtæki sem starfa á innri markaði ESB.  Um er að ræða eina heilsteypta löggjöf á sviði Evrópuréttar sem samanstendur af annars vegar tilskipun og hins vegar reglugerð.


Fréttir og tilkynningar

Allt

Annar kynningarfundur vegna innleiðingar Solvency II tilskipunarinnar - 12.2.2016

Þann 11. febrúar sl. hélt Fjármálaeftirlitið kynningarfund fyrir vátryggingafélög, ytri og innri endurskoðendur vátryggingafélaga og aðra aðila sem hagsmuna eiga að gæta vegna innleiðingar Solvency II tilskipunarinnar. Um var að ræða annan kynningarfundinn í áætlaðri fundaröð vegna innleiðingar Solvency II.

Netsamband komið í lag - 11.2.2016

Búið er að lagfæra bilun sem varð á netsambandi. Bilunin olli því að ekki var hægt að senda inn rafræn gögn milli kl. 15:05 og 18:30.

Bilun í netsambandi - 11.2.2016

Vegna bilunar í tengingu við ytri vefþjón er ekki hægt sem stendur að skila inn gögnum til Fjármálaeftirlitsins í gegnum rafræn gagnaskil (skýrsluskilakerfi). Dagsektum verður ekki beitt í þeim tilfellum þar sem ekki hefur tekist að skila gögnum vegna þessarar bilunar. Unnið er að viðgerð og er beðist velvirðingar á þessum töfum.


Áhugavert

Viðvaranir

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á viðvörunum til fjárfesta á vefsíðum IOSCO og ESMA

Úrskurðarnefndir

Fjármálaeftirlitið vistar úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

Viðskiptadagatal

Viðskiptadagatal verðbréfamarkaða er að finna á vef Nasdaq OMX
Language


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica