Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að standa vörð um traust og heilbrigði fjármálamarkaðarins.

Fjármálastöðugleiki

Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Hlutverk þess er að efla og varðveita fjármálastöðugleika, auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins og sporna við uppsöfnun kerfisáhættu.

 

Upplýsingar um EMIR

Reglugerðin  EMIR (European Markets Infrastructure Regulation) felur í sér nýjar og umfangsmiklar kröfur vegna viðskipta með afleiður.

Neytendavernd

Fjármálaeftirlitið hefur meðal annars eftirlit með viðskiptaháttum gagnvart neytendum fjármálaþjónustu og sinnir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu. Þá vistar Fjármálaeftirlitið úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

CRD IV

CRD IV er hryggjarstykkið í samevrópsku regluverki fyrir fjármálafyrirtæki sem starfa á innri markaði ESB.  Um er að ræða eina heilsteypta löggjöf á sviði Evrópuréttar sem samanstendur af annars vegar tilskipun og hins vegar reglugerð.


Fréttir og tilkynningar

Allt

Símkerfi Fjármálaeftirlitsins komið í lag - 2.7.2015

Ekki var unnt að ná sambandi við Fjármálaeftirlitið í síma á tímabili fyrir hádegi vegna bilunar hjá Vodafone. Símkerfið er nú komið í lag.

Heildarniðurstöður ársreikninga fjármálafyrirtækja o.fl. 2014 - Uppfærð frétt - 30.6.2015

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman skýrslu með heildarniðurstöðum ársreikninga ársins 2014 hjá fjármálafyrirtækjum, þ.e. viðskiptabönkum, sparisjóðum, lánafyrirtækjum (einu nafni lánastofnanir), verðbréfafyrirtækjum, verðbréfamiðlunum, rekstrarfélögum verðbréfasjóða, ásamt upplýsingum um heildareignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í rekstri einstakra rekstrarfélaga og heildareignir fagfjárfestasjóða í rekstri rekstrarfélaga og annarra rekstraraðila. Jafnframt eru nánar tilteknar upplýsingar um greiðslustofnanir og innlánsdeildir samvinnufélaga.

Fjármálaeftirlitið veitir Fossum mörkuðum hf. aukið starfsleyfi - 25.6.2015

Fjármálaeftirlitið veitti Fossum mörkuðum hf., kt. 660907-0250, aukið starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki hinn 23. júní sl. á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Fossum mörkuðum hf. var upphaflega veitt starfsleyfi sem verðbréfamiðlun hinn 6. júní 2008 á grundvelli sömu laga. Starfsleyfi Fossa markaða hf. hefur verið endurútgefið með tilliti til viðbótarstarfsheimilda sem felast í framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina og fjárfestingarráðgjöf skv. b- og d-liðum 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um fjármálafyrirtæki, sbr. b- og e-liði 1. tölul. 1. mgr. 25. gr., og viðbótarþjónustu skv. a–b-, e- og g-liðum 2. tölul. 1. mgr. 25. gr. sömu laga.


Áhugavert

Viðvaranir

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á viðvörunum til fjárfesta á vefsíðum IOSCO og ESMA

Úrskurðarnefndir

Fjármálaeftirlitið vistar úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

Viðskiptadagatal

Viðskiptadagatal verðbréfamarkaða er að finna á vef Nasdaq OMX
Language


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica