Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að standa vörð um traust og heilbrigði fjármálamarkaðarins.

Fjármálastöðugleiki

Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Hlutverk þess er að efla og varðveita fjármálastöðugleika, auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins og sporna við uppsöfnun kerfisáhættu.

 

Upplýsingar um EMIR

Reglugerðin  EMIR (European Markets Infrastructure Regulation) felur í sér nýjar og umfangsmiklar kröfur vegna viðskipta með afleiður.

Neytendavernd

Fjármálaeftirlitið hefur meðal annars eftirlit með viðskiptaháttum gagnvart neytendum fjármálaþjónustu og sinnir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu. Þá vistar Fjármálaeftirlitið úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

CRD IV

CRD IV er hryggjarstykkið í samevrópsku regluverki fyrir fjármálafyrirtæki sem starfa á innri markaði ESB.  Um er að ræða eina heilsteypta löggjöf á sviði Evrópuréttar sem samanstendur af annars vegar tilskipun og hins vegar reglugerð.


Fréttir og tilkynningar

Allt

Kynning fyrir fyrirtæki á lánamarkaði sem skila FINREP á samstæðugrunni - 1.9.2015

Þann 25. ágúst síðastliðinn var haldin kynning hjá Fjármálaeftirlitinu fyrir eftirlitsskyld fjármálafyrirtæki sem gera upp á samstæðugrunni.  Kynntar voru breytingar í gagnasöfnun Fjármálaeftirlitsins vegna innleiðingar evrópsks tæknistaðals og nýrrar útgáfu af FINREP gagnapakkanum.    Fyrirhuguð er önnur kynning fyrir fjármálafyrirtæki sem skila gögnum á móðurfélagsgrunni síðar í haust og verður hún tilkynnt þegar dagsetning liggur fyrir.  Meðfylgjandi eru glærur sem stuðst var við í kynningunni.

Niðurstöður athugunar á virðismati útlána Íslandsbanka hf. - 27.8.2015

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á virðismati útlána hjá Íslandsbanka hf. í apríl 2014 og miðaði hún við stöðu bankans þann 31. desember 2013. Markmið hennar var að kanna áreiðanleika virðismats á lánum til stærstu lánþega bankans með því að skoða virðismatsferli hans og aðferðir til að fylgja því eftir.

Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns - 27.8.2015

Með vísan til 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingarstofns:


Áhugavert

Viðvaranir

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á viðvörunum til fjárfesta á vefsíðum IOSCO og ESMA

Úrskurðarnefndir

Fjármálaeftirlitið vistar úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

Viðskiptadagatal

Viðskiptadagatal verðbréfamarkaða er að finna á vef Nasdaq OMX
Language


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica