Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að standa vörð um traust og heilbrigði fjármálamarkaðarins.

Fjármálastöðugleiki

Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Hlutverk þess er að efla og varðveita fjármálastöðugleika, auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins og sporna við uppsöfnun kerfisáhættu.

 

Vátryggingafélög og „bótasjóðir“

Í framhaldi af umræðu um vátryggingafélög og „bótasjóði“ gerði Fjármálaeftirlitið samantekt til glöggvunar.

Neytendavernd

Fjármálaeftirlitið hefur meðal annars eftirlit með viðskiptaháttum gagnvart neytendum fjármálaþjónustu og sinnir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu. Þá vistar Fjármálaeftirlitið úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

CRD IV

CRD IV er hryggjarstykkið í samevrópsku regluverki fyrir fjármálafyrirtæki sem starfa á innri markaði ESB.  Um er að ræða eina heilsteypta löggjöf á sviði Evrópuréttar sem samanstendur af annars vegar tilskipun og hins vegar reglugerð.


Fréttir og tilkynningar

Allt

Fjármálaeftirlitið hvetur aðila til að yfirfara hagsmunaskráningu stjórnenda og starfsmanna - 29.4.2016

Fjármálaeftirlitið hefur sent fjármálafyrirtækjum, lífeyrissjóðum og vátryggingafélögum dreifibréf þar sem hvatt er til að þessir aðilar yfirfari hagsmunaskráningu stjórnenda og starfsmanna sinna með hliðsjón af lögum sem nánar eru tiltekin í dreifibréfunum.

Niðurstaða athugunar á útlánum Sparisjóðs Höfðhverfinga ses. - 28.4.2016

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á útlánum hjá Sparisjóði Höfðhverfinga ses. í september 2015. Markmið athugunarinnar var að kanna gæði útlánasafns sparisjóðsins, með tilliti til 17., 19. 30. gr. og 88. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og reglna nr. 670/2013 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, reglna nr. 625/2013 um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum og reglna nr. 834/2003 um reikningsskil lánastofnana.

Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeinandi tilmæli um innri stjórnarhætti - 25.4.2016

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2016 um innri stjórnarhætti fjármálafyrirtækja. Tilmælunum er ætlað að samræma viðmið og vinnubrögð fjármálafyrirtækja með tilliti til stjórnarhátta. Í þeim er að finna heildstætt yfirlit yfir þær kröfur sem Fjármálaeftirlitið gerir til innri stjórnarhátta fjármálafyrirtækja. Jafnframt veita tilmælin yfirsýn yfir brýnustu verkefni stjórnar, sem Fjármálaeftirlitið leggur áherslu á að sé sinnt af kostgæfni. Tilmælin eiga erindi við stjórnarmenn fjármálafyrirtækja og stjórnendur sem koma að daglegum rekstri þeirra.


Áhugavert

Viðvaranir

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á viðvörunum til fjárfesta á vefsíðum IOSCO og ESMA

Úrskurðarnefndir

Fjármálaeftirlitið vistar úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

Viðskiptadagatal

Viðskiptadagatal verðbréfamarkaða er að finna á vef Nasdaq OMX
Language


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica