Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að standa vörð um traust og heilbrigði fjármálamarkaðarins.

Fjármálastöðugleiki

Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Hlutverk þess er að efla og varðveita fjármálastöðugleika, auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins og sporna við uppsöfnun kerfisáhættu.

 

Vátryggingafélög og „bótasjóðir“

Í framhaldi af umræðu um vátryggingafélög og „bótasjóði“ gerði Fjármálaeftirlitið samantekt til glöggvunar.

Neytendavernd

Fjármálaeftirlitið hefur meðal annars eftirlit með viðskiptaháttum gagnvart neytendum fjármálaþjónustu og sinnir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu. Þá vistar Fjármálaeftirlitið úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

CRD IV

CRD IV er hryggjarstykkið í samevrópsku regluverki fyrir fjármálafyrirtæki sem starfa á innri markaði ESB.  Um er að ræða eina heilsteypta löggjöf á sviði Evrópuréttar sem samanstendur af annars vegar tilskipun og hins vegar reglugerð.


Fréttir og tilkynningar

Allt

Evrópska eftirlitsstofnunin á vátrygginga- og lífeyrismarkaði (EIOPA) birtir umræðuskjal um drög að upplýsingaskjali um vátryggingaafurðir - 2.8.2016

Evrópska eftirlitsstofnunin á vátrygginga og lífeyrismarkaði (EIOPA) sendi hinn fyrsta ágúst síðastliðinn frá sér fréttatilkynningu vegna umræðuskjals um drög að tæknistaðli fyrir upplýsingaeyðublað varðandi skaðatryggingar. Markmiðið er að samræma framsetningu upplýsinga um vátryggingaafurðir. Upplýsingablaðið fær viðskiptavinur í hendur áður en hann tekur ákvörðun um vátryggingu.

Fjármálaeftirlitið hefur metið Megind ehf. hæft til að fara með aukinn virkan eignarhlut í Summu rekstrarfélagi hf. - 2.8.2016

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Megind ehf., kt. 640413-1310, sé hæft til að fara með aukinn virkan eignarhlut í Summu rekstrarfélagi hf. sem nemur svo stórum hluta að fjármálafyrirtæki verði talið dótturfélag, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Niðurstaða athugunar á fjárfestingum fjárfestingarsjóðs í rekstri Stefnis hf. - 29.7.2016

Fjármálaeftirlitið tók til athugunar fjárfestingar fjárfestingarsjóðs í rekstri Stefnis hf.  og lagði mat á hvort þær hafi brotið gegn a. lið 1. tölul. 4. mgr. 59. gr. laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði.


Áhugavert

Viðvaranir

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á viðvörunum til fjárfesta á vefsíðum IOSCO og ESMA

Úrskurðarnefndir

Fjármálaeftirlitið vistar úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

Viðskiptadagatal

Viðskiptadagatal verðbréfamarkaða er að finna á vef Nasdaq OMX
Language


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica