Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að standa vörð um traust og heilbrigði fjármálamarkaðarins.

Solvency II

Í Solvency II felst umfangsmikil endurskoðun á reglum um gjaldþol vátryggingafélaga. Þær verða áhættumiðaðar sem hefur í för með sér  að gjaldþolskröfur vaxa með aukinni áhættu.

 

Mat á hæfi

Þegar óskað er eftir umsögn ráðgjafarnefndar um hæfi stjórnarmanns metur nefndin þekkingu, skilning og viðhorf hans varðandi helstu efni sem tengjast verksviði hans í ítarlegu viðtali.

Neytendavernd

Fjármálaeftirlitið hefur meðal annars eftirlit með viðskiptaháttum gagnvart neytendum fjármálaþjónustu og sinnir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu. Þá vistar Fjármálaeftirlitið úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

CRD IV

CRD IV er hryggjarstykkið í samevrópsku regluverki fyrir fjármálafyrirtæki sem starfa á innri markaði ESB.  Um er að ræða eina heilsteypta löggjöf á sviði Evrópuréttar sem samanstendur af annars vegar tilskipun og hins vegar reglugerð.


Fréttir og tilkynningar

Allt

Ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins um ráðstöfun eigna og skulda viðskiptabanka í kjölfar fjármálaáfallsins 2008 - 29.1.2015

Vegna umræðu undanfarna daga á opinberum vettvangi telur Fjármálaeftirlitið (FME) rétt að skýra nokkra efnisþætti varðandi hlutverk og ákvarðanir stjórnar FME um ráðstöfun eigna og skulda viðskiptabankanna þriggja sem féllu haustið 2008.

Niðurstöður athugunar á útlánasafni Íbúðalánasjóðs - 29.1.2015

Á fjórða ársfjórðungi 2013 hóf Fjármálaeftirlitið athugun á útlánasafni Íbúðalánasjóðs miðað við stöðu þess þann 30. júní 2013. Athugunin beindist meðal annars að því að kanna hvort gögn vegna lánasafnsskýrslu sem Íbúðalánasjóður skilar mánaðarlega til Fjármálaeftirlitsins væru í samræmi við kröfur eftirlitsins og einnig að virðismati bæði lána til einstaklinga og lögaðila í vanefndum. Niðurstöður Fjármálaeftirlitsins lágu fyrir í desember 2014. Hér er fjallað um helstu athugasemdir og ábendingar varðandi lánasafnsskýrsluna, virðismat útlána og fjárhagslega endurskipulagningu útlána lögaðila.

Upplýsingar um aðila sem hefur ekki leyfi til miðlunar vátrygginga - 26.1.2015

Fjármálaeftirlitinu hafa borist upplýsingar um að Vátryggingaráðgjöf Stefáns Gissurarsonar ehf. bjóði neytendum þjónustu sem fellur undir miðlun vátrygginga, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga.


Áhugavert

Viðvaranir

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á viðvörunum til fjárfesta á vefsíðum IOSCO og ESMA

Úrskurðarnefndir

Fjármálaeftirlitið vistar úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

Viðskiptadagatal

Viðskiptadagatal verðbréfamarkaða er að finna á vef Nasdaq OMX
Language


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica