Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að standa vörð um traust og heilbrigði fjármálamarkaðarins.

Fjármálastöðugleiki

Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Hlutverk þess er að efla og varðveita fjármálastöðugleika, auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins og sporna við uppsöfnun kerfisáhættu.

 

Vátryggingafélög og „bótasjóðir“

Í framhaldi af umræðu um vátryggingafélög og „bótasjóði“ gerði Fjármálaeftirlitið samantekt til glöggvunar.

Neytendavernd

Fjármálaeftirlitið hefur meðal annars eftirlit með viðskiptaháttum gagnvart neytendum fjármálaþjónustu og sinnir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu. Þá vistar Fjármálaeftirlitið úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

CRD IV

CRD IV er hryggjarstykkið í samevrópsku regluverki fyrir fjármálafyrirtæki sem starfa á innri markaði ESB.  Um er að ræða eina heilsteypta löggjöf á sviði Evrópuréttar sem samanstendur af annars vegar tilskipun og hins vegar reglugerð.


Fréttir og tilkynningar

Allt

Fjármálaeftirlitið hefur lokið könnunar- og matsferli hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf. - 26.10.2016

Fjármálafyrirtæki skal búa yfir tryggu eftirlitskerfi með áhættuþáttum í starfsemi sinni og meðhöndla þá með viðunandi hætti. Stjórn og framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækis skulu reglulega leggja mat á eiginfjárþörf fyrirtækisins með hliðsjón af áhættustigi þess, sbr. lög nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Matið fer fram í innramatsferli (e. Internal Capital Adequacy Assessment Process, lCAAP) og skal fjármálafyrirtæki gera Fjármálaeftirlitinu grein fyrir matinu þegar eftir því er óskað í svonefndri ICAAP-skýrslu.

Nýlegar túlkanir Fjármálaeftirlitsins á tilteknum ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti - 20.10.2016

Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér dreifibréf til útgefenda, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða þar sem vakin er athygli á nýlegum túlkunum á tilteknum ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti sem Fjármálaeftirlitið hefur birt á heimasíðu sinni á síðastliðnum mánuðum.

Fjármálaeftirlitið hefur metið Stálskip ehf. hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun hf. - 20.10.2016

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Stálskip ehf. sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun hf. sem nemur allt að 20%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Um er að ræða virkan eignarhlut með óbeinni hlutdeild í gegnum eignarhald Stálskips ehf. í Eignarhaldsfélagi Borgunar slf.  


Áhugavert

Viðvaranir

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á viðvörunum til fjárfesta á vefsíðum IOSCO og ESMA

Úrskurðarnefndir

Fjármálaeftirlitið vistar úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

Viðskiptadagatal

Viðskiptadagatal verðbréfamarkaða er að finna á vef Nasdaq OMX
Language


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica