Fréttir


Fréttir: apríl 2013

Fyrirsagnalisti

26.4.2013 : Fræðslufundur Fjármálaeftirlitsins um innherja og innherjaupplýsingar í stjórnsýslunni

Fjármálaeftirlitið efndi til fræðslufundar um innherja og innherjaupplýsingar í stjórnsýslunni 23. apríl síðastliðinn. Fyrirlesarar voru Inga Dröfn Benediktsdóttir og Harald Björnsson, starfsmenn vettvangs- og verðbréfaeftirlits Fjármálaeftirlitsins. Fundinn sóttu aðilar frá Seðlabankanum, Íbúðalánasjóði, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu og fleiri stofnunum stjórnsýslunnar. Á fundinum var fjallað um reglur Fjármálaeftirlitsins um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja og leiðbeinandi tilmæli um framkvæmd reglnanna og snertifleti þeirra við starfsmenn og starfsemi stjórnvalda.
Lesa meira

24.4.2013 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

Yfirfærsla skaðatryggingastofns frá Assicurazioni Generali s.p.a. og  Alleanza Taro s.p.a. til Ina Assitalia s.p.a. Lesa meira

19.4.2013 : Fjármálaeftirlitið auglýsir eftir aðstoðarforstjóra

Fjármálaeftirlitið auglýsir nú  eftir aðstoðarforstjóra til að koma að uppbyggingu eftirlitsins og vera leiðandi, ásamt forstjóra, í starfi Fjármálaeftirlitsins varðandi fjármálastöðugleika og við stefnumörkun almenns eftirlits á fjármálamarkaði.  Starfið er nýtt í núverandi skipulagi og er aðstoðarforstjóri staðgengill forstjóra í hans fjarveru. Lesa meira

18.4.2013 : Skuldsett hlutabréfakaup eru áhættusöm

Í kjölfar fréttar um vaxandi ásókn fjárfesta í skuldsett hlutabréfakaup sem birtist í Morgunblaðinu þann 16. apríl vill Fjármálaeftirlitið vekja sérstaka athygli almennra fjárfesta á þeirri áhættu sem fylgir slíkum viðskiptum.
Lesa meira

16.4.2013 : Fjármálaeftirlitið sendir lánastofnunum tilmæli vegna endurútreiknings gengislána

Fjármálaeftirlitið hefur sent tilmæli til lánastofnana, slitastjórna fjármálafyrirtækja og dótturfélaga þeirra. Tilefnið er endurreikningur, í annað sinn, á lánum tengdum gengi erlendra gjaldmiðla. Lánastofnanir munu að undanförnu hafa sent hluta lántakenda bréf þess efnis að lán þeirra séu lögleg erlend lán. Þau muni því ekki verða endurreiknuð frekar.
Lesa meira

9.4.2013 : EIOPA birtir drög að tilmælum um undirbúning vegna Solvency II

Evrópska eftirlitsstofnunin á vátrygginga- og lífeyrismarkaði (EIOPA), hefur sent til umsagnar drög að leiðbeinandi tilmælum um undirbúning vegna tilskipunar 2009/138/EB (Solvency II tilskipunin) um stofnun og starfrækslu vátryggingafélaga. Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica