Fréttir


Fréttir: desember 2015

Fyrirsagnalisti

28.12.2015 : Dreifibréf til fjármálafyrirtækja um framsetningu birtingar og afhendingu lykilupplýsinga til fjárfesta í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum

Fjármálaeftirlitið sendi hinn 23. desember sl. dreifibréf til fjármálafyrirtækja um framsetningu birtingar og afhendingu lykilupplýsinga til fjárfesta í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum. Með dreifibréfinu vill Fjármálaeftirlitið undirstrika mikilvægi lykilupplýsinga sem samanburðarskjals fyrir fjárfesta við ákvörðun um fjárfestingu í verðbréfa- eða fjárfestingarsjóðum.

Lesa meira

22.12.2015 : Dreifibréf til vátryggingafélaganna vegna endurgjafar á ORSA ferli þeirra

Fjármálaeftirlitið sendi, þann 22. desember 2015, dreifibréf til vátryggingafélaga þar sem teknar voru saman þær ábendingar sem komu almennt fram í endurgjöf til félaganna vegna eigin áhættu- og gjaldþolsmats þeirra (e. ORSA). Eigið áhættu- og gjaldþolsmat felst í því að vátryggingafélag leggi mat á eigin áhættur, hvernig eigi að bregðast við þeim og hvaða áhrif einstaka atburðir geta haft á gjaldþol félagsins. Var því beint til félaganna að taka ábendingarnar til athugunar við næsta eigið áhættu- og gjaldþolsmat, eftir því sem við á.

Lesa meira

17.12.2015 : Kynningarfundur vegna gagnaskila sem tengjast CRD IV löggjöfinni

Þann 17. desember sl. hélt Fjármálaeftirlitið kynningarfund fyrir fjármálafyrirtæki vegna áætlunar varðandi CRD IV gagnaskil fyrir árið 2016.

Lesa meira

16.12.2015 : Kynningarfundur vegna innleiðingar Solvency II tilskipunarinnar

Þann 15. desember sl. hélt Fjármálaeftirlitið kynningarfund fyrir vátryggingafélög, ytri og innri endurskoðendur vátryggingafélaga og aðra aðila sem hagsmuna eiga að gæta vegna innleiðingar Solvency II tilskipunarinnar. Um var að ræða fyrsta kynningarfundinn í áætlaðri fundaröð vegna innleiðingar Solvency II.

Lesa meira

9.12.2015 : Dreifibréf um tilkynningar til Fjármálaeftirlitsins á grundvelli 43. gr. laga nr. 128/2011

Fjármálaeftirlitið sendi þann 4. desember 2015, dreifibréf til rekstrarfélaga verðbréfasjóða. Í dreifibréfinu voru áréttaðar þær reglur sem gilda um tilkynningar til Fjármálaeftirlitsins fari fjárfesting verðbréfa- eða fjárfestingarsjóðs fram úr leyfilegum mörkum sbr. 43. gr. laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði

Lesa meira

8.12.2015 : Reglur um ársreikninga verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út reglur um ársreikninga verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða . Reglurnar koma fyrst til framkvæmda á næsta ári við gerð árshlutauppgjörs miðað við 30. júní 2016. Ársreikningar fyrir reikningsskilaárið 2016 verða unnir í samræmi við reglurnar.

Lesa meira

1.12.2015 : Fundaröð vegna innleiðingar Solvency II tilskipunarinnar

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að bjóða til fundaraðar vegna innleiðingar Solvency II tilskipunarinnar á vátryggingamarkaði. Fundirnir eru einkum ætlaðir fulltrúum vátryggingafélaganna,ytri og innri endurskoðendum þeirra, sem og öðrum sem áhuga kunna að hafa.

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica