Fréttir


Fréttir: nóvember 2013

Fyrirsagnalisti

26.11.2013 : Nýtt tölublað Fjármála komið út

Nýtt tölublað Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlits er komið út. Í þessu eintaki er meðal annars fjallað um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða, hækkandi lífaldur og þar með auknar skuldbindingar lífeyrissjóðanna. Enn fremur er í blaðinu samantekt um stöðu íslenska bankakerfisins í samanburði við bankakerfi á meginlandi Evrópu. Að lokum eru nokkur lykilatriði úr Basel III sett í samhengi við CRD IV. Lesa meira

15.11.2013 : Drög að leiðbeinandi tilmælum um aðskilnað starfssviða

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 5/2013 varðandi drög að leiðbeinandi tilmælum um aðskilnað starfssviða.
Lesa meira

15.11.2013 : Drög að leiðbeinandi tilmælum um mat á tengslum aðila vegna reglna um stórar áhættuskuldbindingar

Í kjölfar setningar reglna um stórar áhættuskuldbindingar, nr. 625/2013, hefur Fjármálaeftirlitið gefið út umræðuskjal nr. 4/2013 sem inniheldur drög að leiðbeinandi tilmælum um mat á tengslum aðila vegna sömu reglna.
Lesa meira

15.11.2013 : Fjármálaeftirlitið veitir Sænesi ehf. heimild til að fara með virkan eignarhlut í Sparisjóði Höfðhverfinga

Þann 23. október síðastliðinn komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Sænes ehf. sé hæft til að fara með virkan eignarhlut sem nemur 20% í Sparisjóði Höfðhverfinga, sbr. 2. mgr.  42. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002.
Lesa meira

14.11.2013 : Fjármálaeftirlitið heimilar viðskipti á ný með skuldabréfaflokkinn FAST-1 12 1

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að heimila aftur viðskipti með skuldabréfaflokkinn FAST-1 12 1 á Nasdaq OMX Iceland hf. í ljósi þess að óvissu varðandi veðsetningu skuldabréfanna hefur verið aflétt. Fjármálaeftirlitið vísar til eftirfarandi tilkynningar FAST-1 slhf. til frekari upplýsinga:
Lesa meira

12.11.2013 : Tölvuský – innleiðing og notkun

Fjármálaeftirlitið býður upp á kynningu þann 21. nóvember næstkomandi þar sem farið verður yfir atriði sem vert er að hafa í huga við innleiðingu og notkun á tölvuskýjum.  Dagskráin, sem stendur frá 10 til 12,  fer fram á RadissonBlu hótelinu (Hótel Sögu) í sal sem heitir Katla og er á 2.hæð. Fyrirlesturinn er á ensku.
Lesa meira

8.11.2013 : Tímabundin stöðvun viðskipta

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með skuldabréfaflokk  með auðkenni  FAST-1 12 1 sem tekinn hefur verið til viðskipta á Nasdaq OMX Iceland hf.  
Lesa meira

7.11.2013 : Endurskoðun reglna um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum

Fjármálaeftirlitið hefur unnið að breytingum á reglum um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum, nr. 920/2008, í því augnamiði að gefa út endurskoðaðar reglur. Hinar endurskoðuðu reglur fela í sér breytingar sem eru til komnar vegna athugasemda ESA varðandi innleiðingu tilskipunar 2002/87/EB, auk þess sem nokkur ákvæði í þeim fela í sér innleiðingu á tilskipun 2011/89/ESB um breytingu á fyrrnefndu tilskipuninni. Lesa meira

6.11.2013 : Afturköllun starfsleyfis fjármálafyrirtækis

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að stofnunin hefur afturkallað starfsleyfi Landsvaka ehf., (áður Landsvaka hf.) kt. 700594-2549, sem rekstrarfélags verðbréfasjóða á grundvelli afsals stjórnar félagsins á starfsleyfinu dags. 30. maí sl. og þess að félagið hafi hætt starfsemi í meira en sex mánuði samfellt, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 9. gr. fftl.
Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica