Fréttir


Fréttir: 2013

Fyrirsagnalisti

20.12.2013 : Halla Sigrún Hjartardóttir skipuð stjórnarformaður FME

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Höllu Sigrúnu Hjartardóttur formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins (FME). Halla Sigrún tekur við af formennskunni af Aðalsteini Leifssyni. Lesa meira

17.12.2013 : Viðvörun Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar vegna sýndargjaldeyris

Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA) gaf í dag út viðvörun vegna áhættu sem fylgt getur viðskiptum með svonefndan sýndargjaldeyri (e. virtual currencies) eins og t.d. bitcoin. Stofnunin bendir á að í viðskiptum með bitcoin njóti neytendur ekki þeirrar verndar sem felst í eftirliti með fjármálastarfsemi og lagaumhverfi um viðskipti með fjármálagerninga. Þar af leiðandi kunni að vera hætta á því að neytendur tapi fjármunum sínum.
Lesa meira

11.12.2013 : Útgáfa reglugerða er varða starfsemi rekstrarfélaga verðbréfasjóða

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að reglugerð um lykilupplýsingar nr. 983/2013 var birt í Stjórnartíðindum þann 6. nóvember sl. en reglugerðin tekur gildi þann 1. febrúar 2014. Reglugerðin er innleiðing á reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) nr. 583/2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og  -ráðsins 2009/65/EB að því er varðar lykilupplýsingar fyrir hlutdeildarskírteinishafa og skilyrði sem skulu uppfyllt þegar lykilupplýsingar eða útboðslýsing er lögð fram á varanlegum miðli öðrum en pappír eða á vefsetri.
Lesa meira

10.12.2013 : Vegna athugasemda við rannsóknir Fjármálaeftirlitsins

Reglulega hafa komið fram umræður í fjölmiðlum um að Fjármálaeftirlitið hafi farið offari í störfum sínum eftir hrun, einkum varðandi rannsóknir á meintum brotum þeirra sem réðu ríkjum í bankakerfinu í aðdraganda hrunsins. Sýna verður því skilning að menn sem eru sakaðir um að hafa stuðlað að þeim atburðum sem hér urðu haustið 2008, neyti allra leiða til að verja sig og sinn málstað, enda meginregla að sakaðir menn hafa leyfi til að verja sig með nánast öllum tiltækum ráðum.
Lesa meira

3.12.2013 : Kynningarfundur Fjármálaeftirlitsins fyrir vátryggingafélög og endurskoðunarstofur

Fjármálaeftirlitið hélt kynningarfund fyrir vátryggingafélög og endurskoðunarstofur um svokölluð undirbúningstilmæli EIOPA vegna Solvency II tilskipunarinnar föstudaginn 29. nóvember sl. Um var að ræða framhald af kynningarfundi sem Fjármálaeftirlitið hélt 14. maí þar sem tilmælin voru fyrst kynnt á meðan þau voru í umsagnarferli hjá hagsmunaaðilum. Lesa meira

3.12.2013 : Veiting innheimtuleyfis

Með vísan til 6. gr. reglna nr. 1210/2008 um framkvæmd eftirlits með innheimtustarfsemi samkvæmt innheimtulögum nr. 95/2008, tilkynnist hér með að Fjármálaeftirlitið veitti þann 2. desember 2013, Inkasso ehf., kt. 460410-0450, Smáratorgi 3, 300 Kópavogi innheimtuleyfi skv. innheimtulögum nr. 95/2008.
Lesa meira

26.11.2013 : Nýtt tölublað Fjármála komið út

Nýtt tölublað Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlits er komið út. Í þessu eintaki er meðal annars fjallað um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða, hækkandi lífaldur og þar með auknar skuldbindingar lífeyrissjóðanna. Enn fremur er í blaðinu samantekt um stöðu íslenska bankakerfisins í samanburði við bankakerfi á meginlandi Evrópu. Að lokum eru nokkur lykilatriði úr Basel III sett í samhengi við CRD IV. Lesa meira

15.11.2013 : Drög að leiðbeinandi tilmælum um aðskilnað starfssviða

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 5/2013 varðandi drög að leiðbeinandi tilmælum um aðskilnað starfssviða.
Lesa meira

15.11.2013 : Drög að leiðbeinandi tilmælum um mat á tengslum aðila vegna reglna um stórar áhættuskuldbindingar

Í kjölfar setningar reglna um stórar áhættuskuldbindingar, nr. 625/2013, hefur Fjármálaeftirlitið gefið út umræðuskjal nr. 4/2013 sem inniheldur drög að leiðbeinandi tilmælum um mat á tengslum aðila vegna sömu reglna.
Lesa meira

15.11.2013 : Fjármálaeftirlitið veitir Sænesi ehf. heimild til að fara með virkan eignarhlut í Sparisjóði Höfðhverfinga

Þann 23. október síðastliðinn komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Sænes ehf. sé hæft til að fara með virkan eignarhlut sem nemur 20% í Sparisjóði Höfðhverfinga, sbr. 2. mgr.  42. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002.
Lesa meira

14.11.2013 : Fjármálaeftirlitið heimilar viðskipti á ný með skuldabréfaflokkinn FAST-1 12 1

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að heimila aftur viðskipti með skuldabréfaflokkinn FAST-1 12 1 á Nasdaq OMX Iceland hf. í ljósi þess að óvissu varðandi veðsetningu skuldabréfanna hefur verið aflétt. Fjármálaeftirlitið vísar til eftirfarandi tilkynningar FAST-1 slhf. til frekari upplýsinga:
Lesa meira

12.11.2013 : Tölvuský – innleiðing og notkun

Fjármálaeftirlitið býður upp á kynningu þann 21. nóvember næstkomandi þar sem farið verður yfir atriði sem vert er að hafa í huga við innleiðingu og notkun á tölvuskýjum.  Dagskráin, sem stendur frá 10 til 12,  fer fram á RadissonBlu hótelinu (Hótel Sögu) í sal sem heitir Katla og er á 2.hæð. Fyrirlesturinn er á ensku.
Lesa meira

8.11.2013 : Tímabundin stöðvun viðskipta

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með skuldabréfaflokk  með auðkenni  FAST-1 12 1 sem tekinn hefur verið til viðskipta á Nasdaq OMX Iceland hf.  
Lesa meira

7.11.2013 : Endurskoðun reglna um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum

Fjármálaeftirlitið hefur unnið að breytingum á reglum um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum, nr. 920/2008, í því augnamiði að gefa út endurskoðaðar reglur. Hinar endurskoðuðu reglur fela í sér breytingar sem eru til komnar vegna athugasemda ESA varðandi innleiðingu tilskipunar 2002/87/EB, auk þess sem nokkur ákvæði í þeim fela í sér innleiðingu á tilskipun 2011/89/ESB um breytingu á fyrrnefndu tilskipuninni. Lesa meira

6.11.2013 : Afturköllun starfsleyfis fjármálafyrirtækis

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að stofnunin hefur afturkallað starfsleyfi Landsvaka ehf., (áður Landsvaka hf.) kt. 700594-2549, sem rekstrarfélags verðbréfasjóða á grundvelli afsals stjórnar félagsins á starfsleyfinu dags. 30. maí sl. og þess að félagið hafi hætt starfsemi í meira en sex mánuði samfellt, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 9. gr. fftl.
Lesa meira

15.10.2013 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna: Lesa meira

14.10.2013 : Kynning á skýrslu um sundurliðun fjárfestinga og skulda fagfjárfestasjóða

Fjármálaeftirlitið hélt kynningu á skýrslu um sundurliðun fjárfestinga og skulda fagfjárfestasjóða þann 4. október síðastliðinn.  Fyrirlesarar voru Kristján Andrésson, sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti hjá Fjármálaeftirlitinu og Vigdís Sveinsdóttir, lögfræðingur á eftirlitssviði. Námskeiðið var vel sótt.
Lesa meira

2.10.2013 : Tímabundin starfsemi lánastofnana

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman upplýsingar um eignarhluta viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja í fyrirtækjum sem þau hafa eignast tímabundið með yfirtöku og teljast til annarrar starfsemi fjármálafyrirtækja. Þessi þáttur er sem kunnugt er kallaður tímabundin starfsemi fjármálafyrirtækja.

 

Lesa meira

1.10.2013 : Aðalsteinn Leifsson hættir sem stjórnarformaður

Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, hefur beðist lausnar  frá 1. október vegna fyrirhugaðra flutninga til útlanda um áramótin. Aðalsteinn mun taka við starfi á vegum EFTA og verður forstöðumaður fyrir skrifstofu framkvæmdastjóra samtakanna í aðalstöðvum þeirra í Genf.
Lesa meira

19.9.2013 : Afsal leyfa til reksturs markaðstorgs fjármálagerninga

Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt afsal starfsleyfa Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankans hf. til reksturs markaðstorgs fjármálagerninga. Með samþykkinu fellur niður heimild bankanna til að stunda umrædda starfsemi á grundvelli g-liðar 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. og h-liðar 1. tölul. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið samþykkti afsal leyfanna í kjölfar þess að stjórnir bankanna samþykktu með ótvíræðum hætti að afsala sér þeim.
Lesa meira
Síða 1 af 5






Þetta vefsvæði byggir á Eplica