Fréttir


Fréttir: ágúst 2010

Fyrirsagnalisti

26.8.2010 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu á vátryggingastofni

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna: Lesa meira

24.8.2010 : Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ ehf.) fær leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf.

Fjármálaeftirlitinu barst umsókn frá Eignasafni Seðlabanka Íslands ehf. um heimild til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. er að fullu í eigu Seðlabanka Íslands. Aðrir hluthafar Sjóvár-Almennra trygginga hf. eru Íslandsbanki hf. með 9,3% hlutafjár og SAT eignarhaldsfélag hf. með 17,67% hlutafjár. Lesa meira

17.8.2010 : Samkomulag um fjármálastöðugleika milli Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna

Þriðjudaginn 17. ágúst 2010 gengur í gildi samkomulag um samvinnu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna yfir landamæri til að tryggja fjármálastöðugleika og samhæfa viðbrögð við fjármálaáfalli sem snertir fleiri en eitt ríki. Samkomulagið hefur verið undirritað af fulltrúum fagráðuneyta, seðlabanka og fjármálaeftirlits Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Lettlands, Litháen, Noregs, Svíþjóðar auk Íslands.

Lesa meira

16.8.2010 : Samkomulag ráðuneyta og stofnana um samráð varðandi fjármálastöðugleika og viðbúnað

Forsætisráðherra, fjármálaráðherra, efnahags- og viðskiptaráðherra, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins undirrituðu þann 6. júlí sl. samkomulag um skipun nefndar um fjármálastöðugleika. Að grunni til byggir samkomulagið og starf nefndarinnar á fyrra samkomulagi ráðuneytanna og stofnananna frá árinu 2006 um samráð varðandi fjármálastöðugleika og viðbúnað.

Lesa meira

16.8.2010 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu á vátryggingastofni

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna í skaðatryggingum: Lesa meira

11.8.2010 : Undanþága frá tilboðsskyldu í Icelandair Group hf.

Fjármálaeftirlitið hefur haft til skoðunar undanþágubeiðni Framtakssjóðs Íslands slhf. (Framtakssjóður) frá tilboðsskyldu í Icelandair Group hf. (Icelandair), sbr. 100. gr. a laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.), en þann 14. júní 2010 undirrituðu Framtakssjóðurinn og Icelandair áskriftarsamning um nýtt hlutafé í Icelandair þar sem Framtakssjóðurinn skráði sig fyrir 1.200 milljón hlutum á genginu 2,5 krónur eða að söluverði 3 milljarðar.

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica