Fréttir


Fréttir: janúar 2010

Fyrirsagnalisti

27.1.2010 : Afskipti Fjármálaeftirlitsins af Sjóvá Almennum tryggingum hf.

Fjárfestingar Sjóvár Almennra trygginga hf. og lánveitingar hafa verið til ítarlegrar umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu. Vegna rannsóknarhagsmuna og þagnarskyldu getur Fjármálaeftirlitið ekki tekið afstöðu til hennar en vill þó koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Lesa meira

26.1.2010 : Greinasyrpa í Fréttablaðinu

Fréttablaðið hefur að undanförnu birt greinasyrpu eftir starfsmenn á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins. Höfundarnir eru Guðrún Jónsdóttir, sviðsstjóri verðbréfasviðsins, Jared Bibler, rannsakandi og Ómar Þór Ómarsson sérfræðingur.

Lesa meira

25.1.2010 : Breyting á reglum nr. 97/2004, um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á reglum nr. 1065/2009, um breytingu á reglum nr. 97/2004, um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða. Lesa meira

25.1.2010 : Deloitte birtir könnun á áhrifum Solvency II tilskipunarinnar

Deloitte hefur birt til umsagnar könnun á áhrifum Solvency II tilskipunarinnar nr. 2009/138/EB. Hagsmunaaðilum er gefinn kostur á að senda athugasemdir til og með 19. febrúar nk. Lesa meira

22.1.2010 : Fjármálaeftirlitið veitir Landskilum ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í NBI hf.

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Landskilum ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í NBI hf. fyrir hönd Landsbanka Íslands hf. Leyfið er veitt í kjölfar samnings Landsbanka Íslands hf. og íslenska fjármálaráðuneytisins, hinn 15. desember síðastliðinn, m.a. þess efnis að Landsbanki Íslands hf. gæti eignast 18,7% hlut í NBI hf. að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Lesa meira

11.1.2010 : Fjármálaeftirlitið veitir Kaupskilum ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Kaupskilum ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf. (Arion) fyrir hönd Kaupþings banka hf (Kaupþing). Leyfið er veitt í kjölfar samnings Kaupþings og íslenska fjármálaráðuneytisins, hinn 3. september síðastliðinn, þess efnis að Kaupþing gæti eignast 87% hlut í Arion að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Lesa meira

7.1.2010 : Fjármálaeftirlitið veitir ISB Holding ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Íslandsbanka

Fjármálaeftirlitið hefur veitt ISB Holding ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Íslandsbanka fyrir hönd Glitnis banka hf. Leyfið er veitt í kjölfar samnings Glitnis og íslenska fjármálaráðuneytisins, hinn 13. september síðastliðinn, þess efnis að Glitnir gæti eignast 95% hlut í Íslandsbanka að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Lesa meira

7.1.2010 : CEBS gefur út endurskoðaðan ramma um eiginfjárskýrslu fjármálafyrirtækja (COREP)

CEBS gaf hinn 6. janúar sl. út endurskoðaðan ramma um eiginfjárskýrslu fjármálafyrirtækja (COREP). Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica