Fréttir


Fjármálaeftirlitið vekur athygli á reglum nr. 529/2009 um breytingu á reglum nr. 903/2004 um mat á tjónaskuld og gagnaskil í því sambandi

22.6.2009

Fjármálaeftirlitið hefur endurskoðað þá útreikninga sem liggja að baki lágmörkum tjónaskuldar í lögboðnum ökutækjatryggingum sem kveðið er á um í 1. mgr. 7. gr. reglna nr. 903/2004 um mat á tjónaskuld og gagnaskil í því sambandi. Aðferð útreikninganna er lýst í umræðuskjali nr. 1/2004 sem nálgast má á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins hér. Endurskoðunin hefur tekið gildi með reglum nr. 529/2009 sem birtar voru í Stjórnartíðindum 19. júní sl. http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=d78fb9dd-1c6e-471c-b51b-0dc39b394946.

Ástæða þessarar endurskoðunar er að gögn undanfarinna ára benda til að uppgjörsmynstur tjóna í lögboðnum ökutækjatryggingum hafi breyst á undanförnum árum. Meðal annars er hærra hlutfall tjóna greitt út á árinu eftir tjónsatburð en áður. Á árunum fyrir fyrri útreikning sem miðaður var við gögn fram til ársins 2002 var hins vegar hærra hlutfall greitt þremur árum eftir tjónsatburð og síðar. Þessi breyting hefur í för með sér að þörfin á tjónaskuld vegna óuppgerðra tjóna hefur lækkað.

Áðurnefnd breyting miðast við útreikning á gögnum til og með ársins 2008 og tekur þegar gildi.

Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, S: 525-2700 og farsími: 840-3861

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica