Fréttir


Nýtt verklag Fjármálaeftirlitsins við framkvæmd vettvangsathugana

11.12.2018

Fjármálaeftirlitið hefur sent dreifibréf til eftirlitsskyldra aðila þar sem kynnt er nýtt og endurbætt verklag við framkvæmd vettvangsathugana. Verklagið er í anda þess sem stuðst er við víða í Evrópu og felur m.a. í sér að vettvangsathuganir verða framkvæmdar í meira mæli á starfsstöð eftirlitsskylds aðila og framsetning og eftirfylgni með niðurstöðu vettvangsathugana verður með öðrum hætti en hingað til.

Fjármálaeftirlitið hefur til hægðarauka birt almennan leiðarvísi um framkvæmd eftirlitsins á vettvangsathugunum á heimasíðu sinni. Geta eftirlitsskyldir aðilar meðal annars litið til leiðarvísisins varðandi starfshætti og heimildir Fjármálaeftirlitsins þegar það framkvæmir vettvangsathuganir.

Fjármálaeftirlitið hefur jafnframt boðað til kynningarfundar í húsakynnum eftirlitsins að Katrínartúni 2 hinn 17. desember næstkomandi kl. 9.00. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á kynninguna með því að senda tölvupóst á fme@fme.is

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica