Fréttir


Rekstrarfélag Virðingar hf. fær starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða

14.7.2011

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Rekstrarfélagi Virðingar hf., kt. 531109-2790, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi, starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt 7. tölul. 1. mgr. 3. gr., sbr. 7. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. 

Starfsleyfi Rekstrarfélags Virðingar hf., tekur til reksturs verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu.

Rekstrarfélagið hyggst fyrst um sinn starfrækja einn verðbréfasjóð, Virðing Ríkisbréf - stuttur.   Samkvæmt reglum sjóðsins hyggst rekstrarfélag hans nýta heimild 37. gr. laganna til að binda allt að 100% af eignum hennar í verðbréfum og peningamarkaðsskjölum skv. 5. mgr. 35. gr. laganna, en skv. stefnu sjóðsins fjárfestir hann í fjármálagerningum sem gefnir eru út af ríkissjóði eða aðilum með ábyrgð ríkissjóðs. Vörslufyrirtæki sjóðsins er Virðing hf.

Jafnframt hefur eiganda Rekstrarfélags Virðingar hf., sem er Virðing hf., verið veitt heimild til að fara með virkan eignarhlut í félaginu.

Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, s. 520-3700.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica