Fréttir


Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða

15.6.2011

Lífeyrissjóðir án ábyrgðar launagreiðenda, 21 talsins, hafa nú skilað skýrslum um tryggingafræðilega stöðu miðað við stöðuna í árslok 2010. Þessum sjóðum fækkaði um fjóra frá síðasta uppgjöri. Bráðabirgða niðurstöður sýna að heildar tryggingafræðileg staða hefur batnað frá árinu áður og er vegið meðaltal tryggingafræðilegrar stöðu neikvæð um 6,3% eða sem nemur 145 ma.kr. halla. Aðeins tveir sjóðir eru með jákvæða tryggingafræðilega stöðu. Framlengt var bráðabirgðaákvæði í lífeyrissjóðalögunum sem fól í sér að ekki væri nauðsynlegt að skerða réttindi ef neikvæð staða héldist innan 15%. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum þarf enginn sjóður að skerða réttindi sjóðfélaga.

Miðað við bráðabirgðatölur úr innsendum skýrslum er vegið meðaltal hreinnar raunávöxtunar sjóða án ábyrgðar 2,49% fyrir árið 2010 en raunávöxtun allra samtryggingasjóða, með og án ábyrgðar, er 2,37% fyrir sama tímabil.

Myndin sýnir tryggingafræðilega stöðu samtryggingadeilda lífeyrissjóða sem eru án ábyrgðar launagreiðanda við árslok  2010.

Heildar tryggingafræðileg staða  við árslok 2010   -145 ma.kr. 
Samtryggingadeildir án ábyrgðar launagreiðenda

Heildartryggingafræðileg staða við árslok 2010

Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða með ábyrgð launagreiðenda

Nú hafa borist skýrslur um tryggingafræðilegar athuganir þeirra 13 lífeyrissjóða (14 deildir) sem eru með ábyrgð launagreiðenda. Bráðabirgða niðurstöður sýna að heildar tryggingafræðileg staða þeirra er neikvæð um 39% eða sem nemur um 506 ma.kr. halla.  Enginn sjóður er með jákvæða stöðu. Lífeyrissjóðir  sem eru með ábyrgð launagreiðenda þurfa ekki að skerða réttindi sjóðfélaga þrátt fyrir neikvæða tryggingafræðilega stöðu. Þessir sjóðir hafa um langt árabil sýnt neikvæða  stöðu og eru flestir á vegum ríkis og sveitarfélaga.

Samkvæmt bráðabirgða niðurstöðum innsendra skýrslna eru flestir sjóðir með jákvæða raunávöxtun fyrir árið 2010. Vegið meðaltal hreinnar raunávöxtunar allra 13 sjóðanna fyrir árið 2010 er 2,05%. Raunávöxtun allra samtryggingasjóða, með og án ábyrgðar, fyrir sama tímabil er 2,37%

Myndin sýnir tryggingafræðilega stöðu samtryggingadeilda lífeyrissjóða sem eru með ábyrgð launagreiðanda við árslok 2010.

Heildar tryggingafræðileg staða  við árslok 2010   -506 ma.kr. 
Samtryggingadeildir með ábyrgð launagreiðenda

Frett.15.06.2011_Mynd2

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica