Fréttir


Dreifibréf um uppgjör í kjölfar riftunar á kaupleigusamningum á bifreiðum

4.10.2010

Fjármálaeftirlitið sendi út dreifibréf í ágúst og september þar sem fjallað var um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti við framkvæmd uppgjörs í kjölfar riftunar á kaupleigusamningum á bifreiðum.  Í bréfinu kemur meðal annars fram að það er mat Fjármálaeftirlitsins að það samrýmist eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum að skuldari njóti góðs af þeim hagnaði sem myndast þegar bifreið er seld á hærra verði en matsverð hennar hljóðar á um samkvæmt uppgjöri.  Dreifibréfið í heild má nálgast hér.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica