Fréttir


Fjármálaeftirlitið gefur út umræðuskjal nr. 2/2010 um leiðbeinandi tilmæli um áhættustýringu vátryggingafélaga

26.7.2010

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út til umsagnar drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu vátryggingafélaga, umræðuskjal nr. 2/2010. Tilmælunum er ætlað að leysa af hólmi eldri tilmæli Fjármálaeftirlitsins nr. 1/2006 um álagspróf og upplýsingagjöf um áhættustýringu. Meginmarkmiðið með útgáfu nýrra tilmæla er að leiðbeina vátryggingafélögum um bestu framkvæmd áhættustýringar.

Breytingar sem vátryggingafélög gætu þurft að gera á framkvæmd áhættustýringar vegna nýrra tilmæla eru liður í undirbúningi félaganna undir þær kröfur sem gerðar verða til áhættustýringar og upplýsingagjafar vegna hennar í tilskipun 2009/138/EB (Solvency II), sem taka mun gildi um áramótin 2012/2013, sjá sér í lagi greinar 44 og 45 í tilskipuninni.

Í viðaukum er fjallað um verklag Fjármálaeftirlitsins í eftirliti með áhættustýringu vátryggingafélaga. Þar ber sér í lagi að nefna nýtt staðlað álagspróf sem Fjármálaeftirlitið hyggst taka í notkun. Fyrirhugað er að taka í notkun nýja áhættuflokkun sem byggir á nokkrum á mismunandi mælingaraðferðum.

Umsagnir vegna umræðuskjals nr. 2/2010 berist Fjármálaeftirlitinu eigi síðar en 20. september nk.

Umræðuskjalið og fylgiskjöl má sjá hér.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica