Fréttir


Mat á hæfi

16.1.2009

Fjármálaeftirlitið hefur það hlutverk samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki að meta hæfi bankastjóra fjármálafyrirtækja. Bankastjórar nýju bankanna þriggja hafa farið í gegnum mat á hæfi og hafa þeir nú fengið tilkynningu um að þeir hafi staðist matið.

Í lögum um fjármálafyrirtæki er kveðið á um að bankastjórar skuli hafa viðeigandi þekkingu og starfsreynslu og að hún sé með þeim hætti að tryggt sé talið að þeir geti gegnt stöðu sinni á viðhlítandi hátt. Fjármálaeftirlitið hóf framkvæmd svonefnds hæfismats bankastjóra fjármálafyrirtækja árið 2005. Matið fer þannig fram að eftir að tilkynnt er um nýjan bankastjóra, eða áður en nýtt starfsleyfi er veitt er viðkomandi boðaður í hæfismat hjá eftirlitinu. Þar er m.a. farið yfir tiltekin ákvæði laga og reglna sem taka á ýmsum þáttum starfseminnar sem viðkomandi ber ábyrgð á.

Fjármálaeftirlitið leggur áherslu á að þeir starfsmenn sem sinna stjórnunarstöðum og hafa umsjón með daglegri starfsemi fjármálafyrirtækis búi yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu til að gegna stöðu sinni á tilhlýðilegan hátt. Í tengslum við mat á hæfi bankastjóranna þriggja hefur Fjármálaeftirlitið beint til þeirra tilmælum um  að taka upp sambærilegt mat á hæfi annarra stjórnenda í því fyrirtæki sem þeir stýra.

Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, S: 525-2700 og GSM: 840-3861 eða Íris Björk Hreinsdóttir, iris@fme.is, S: 525-2700 og GSM: 869-2733

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica