Fréttir


FME veitir Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka hf. starfsleyfi sem viðskiptabanki

29.8.2007

Fjármálaeftirlitið veitti Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka hf., þann 28. ágúst 2007, starfsleyfi sem viðskiptabanki, samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.  Frá sama tíma fellur niður starfsleyfi félagsins sem lánafyrirtæki. Meginbreytingin felst í því að hér eftir hefur Straumur Burðarás heimild til þess að taka við innlánum frá viðskiptavinum. Með þessari starfsleyfisveitingu eru íslensku viðskiptabankarnir nú orðnir fimm.

Starfsleyfi Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka hf. tekur m.a. til móttöku endurgreiðanlegra fjármuna frá almenningi (innlánum) skv. 1. tl., útlána skv 2. tl. og viðskipta og þjónustu með fjármálagerninga skv. a, c og d lið 6. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf. hefur jafnframt starfsheimildir skv. 1. tl., c og d lið 2. tl., 6. tl.-9. tl og 11. tl.-12. tl. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

 

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica