Fréttir


FME: Niðurstöður álagsprófa á eiginfjárhlutföll stærstu bankanna

21.3.2007

Íslensku viðskiptabankarnir og fjárfestingarbankinn Straumur-Burðarás standast allir álagspróf FME.  Fjármálaeftirlitið hefur reiknað út áhrif af álagsprófi í samræmi við ákvæði reglna nr. 530/2004 með áorðnum breytingum. Álagsprófið gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist samtímis áföll í formi tiltekinnar lækkunar á hlutabréfum, markaðsskuldabréfum, vaxtafrystum/virðisrýrðum útlánum og fullnustueignum og áhrifa af lækkun á gengi íslensku krónunnar án þess að eiginfjárhlutfallið fari niður fyrir lögboðið lágmark.

FME framkvæmir slík álagspróf með reglubundnum hætti en niðurstöður úr slíku prófi voru síðast birtar fyrir um hálfu ári síðan.  Eiginfjárhlutföll (CAD hlutfall) bankanna eftir álagsprófið í ár eru hærri hjá þeim öllum en þau voru fyrir hálfu ári síðan. 

Eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja er skilgreint sem hlutfall eiginfjárgrunns á móti áhættugrunni. Samkvæmt lögum nr. 161/2002 er gerð sú krafa að eiginfjárgrunnur fjármálafyrirtækis nemi aldrei lægri fjárhæð en sem svarar til 8% af áhættugrunni. Fyrir álagsprófið var eiginfjárhlutfall viðskiptabankanna þriggja um 15% en eftir álagsprófið er það á bilinu 12,8-14% sem er vel yfir lögbundnu lágmarki.
Heildarniðurstaða framangreindra álagsprófa er eftirfarandi m.v. árslok 2006 en í neðri töflunni er til samanburðar sýnd niðurstaða m.v. lok júní 2006:

Heildarniðurstaða við árslok 2006

Heildarniðurstaða við lok júní 2006

Viðmiðin í áfallaprófinu má finna hér.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica