Fréttir


Fjármálaeftirlitið samþykkir yfirfærslu rekstrarhluta

27.6.2014

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 27. júní 2014 yfirfærslu tiltekins rekstrarhluta MP banka hf., kt. 540502-2930 , til Lýsingar hf., kt. 621101-2420, samkvæmt 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Um er að ræða yfirfærslu á réttindum og skyldum eignaleigusamninga, lánasamninga og skuldabréfa Lykils fjármögnunar, eignaleigusviðs MP banka hf., ásamt undirliggjandi leigumunum og veðum. Jafnframt tekur Lýsing hf. við vörumerki, viðeigandi tölvukerfum vegna samningasafnsins þ. á m. viðskiptasögu, reglum og ferlum. Fallið verður frá uppgreiðslugjaldi á yfirteknum samningum, sbr. upplýsingagjöf Lýsingar hf. til viðskiptavina Lykils. Auglýsing um yfirfærsluna verður jafnframt birt í Lögbirtingablaði.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica