Fréttir


Dómur héraðsdóms Reykjavíkur í máli Stapa lífeyrissjóðs gegn Fjármálaeftirlitinu

12.7.2013

Þann 8. júlí sl. kvað héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í máli Stapa lífeyrissjóðs gegn Fjármálaeftirlitinu þar sem stofnunin var sýknuð af kröfu um að ákvörðun er varðaði skyldu Stapa til að hafa samning um rekstur upplýsingakerfa við hýsingaraðila þannig úr garði gerðan, að hann uppfyllti Leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2005, um rekstur upplýsingakerfa eftirlitsskyldra aðila. Krafa Stapa náði einnig til þess að ákvörðun um dagsektir sem FME hafði lagt á, í þeim tilgangi að knýja fram umræddar úrbætur, yrði felld úr gildi. Dóm héraðsdóms má nálgast hér
Stapi lífeyrissjóður áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar. Með dómi þann 27. febrúar 2014 felldi Hæstiréttur ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um dagsektir úr gildi. Var það gert með vísan til þess að Fjármálaeftirlitinu hefði borið að rannsaka tilteknar staðhæfingar Stapa áður en ákvörðunin var tekin. Þá hefði borið að geta um allar staðhæfingar Stapa í minnisblaði þar sem gerð var tillaga um að dagsektir yrðu lagðar á Stapa og sem lagt var fyrir stjórn Fjármálaeftirlitsins.

Hér er hlekkur á dóma réttarins:  Dómar

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica