Fréttir


Fyrirhugaður samruni Afls sparisjóðs ses. við Arion banka hf.

5.6.2015

Samkeppniseftirlitið hefur birt ákvörðun þar sem fram kemur að  vegna fjárhagsstöðu Afls sparisjóðs hafi forsendur brostið fyrir frekari sölumeðferð á eignarhlut Arion banka í sparisjóðnum.

Í yfirlýsingu Arion banka um fyrirhugaðan samruna sjóðsins við bankann kemur fram að bankinn muni þegar í stað ráðast í að sameina Afl sparisjóð bankanum. Þar til sameiningarferlinu er lokið muni bankinn standa að baki sparisjóðnum og veita honum þá fyrirgreiðslu sem nauðsynleg er hvort sem um ný útlán eða innlán viðskiptavina sé að ræða.

Er það mat Fjármálaeftirlitsins að fjárhagsstaða Afls sparisjóðs hafi verið orðin slík að verulegt eiginfjárframlag hefði þurft til að koma til að eiginfjárgrunnur sjóðsins uppfyllti kröfu Fjármálaeftirlitsins.  Þá telur Fjármálaeftirlitið að áframhaldandi sölumeðferð á eignarhlutum í sjóðnum hefði skapað hættu á að eignir sjóðsins rýrnuðu enn frekar og að annars konar tjón hlytist af. Er það mat stofnunarinnar að hagsmunir viðskiptavina sparisjóðsins séu tryggðir með samruna sparisjóðsins við bankann og stuðningi hans meðan á samrunaferlinu stendur.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica