Fréttir


Fjármálaeftirlitið hefur metið Íslenska eignastýringu hf., Pivot ehf. (áður Gunner ehf.) og Straum fjárfestingabanka hf. hæf til að fara með aukinn virkan eignarhlut í Íslenskum verðbréfum hf.

2.1.2015

Fjármálaeftirlitið hefur hinn 19. desember 2014 komist að þeirri niðurstöðu að félögin Íslensk eignastýring hf., Pivot ehf. og Straumur fjárfestingabanki hf. séu hæf til að fara með aukinn virkan eignarhlut í  Íslenskum verðbréfum hf. sem nemur 100%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002.

Félögin höfðu áður verið metin hæf til að fara með 33% eignarhlut í Íslenskum verðbréfum hf. Íslensk eignastýring ehf. fer nú með 58,14% eignarhlut í Íslenskum verðbréfum en Straumur fjárfestingabanki hf. á allt hlutafé Pivot ehf., sem á 64,3% eignarhlut í Íslenskri eignastýringu ehf. Eignarhlutur Straums fjárfestingarbanka hf. og Pivot ehf. er því óbeinn.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica