Fréttir


Fjármálaeftirlitið hefur metið Fossa Finance ehf., H3 ehf. og Kormák Invest ehf. hæf til að fara með virkan eignarhlut í Fossum mörkuðum hf. (áður ARM Verðbréf hf.)

22.4.2015

Hinn 16. apríl sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að félögin Fossar Finance ehf., H3 ehf. og Kormákur Invest ehf. séu hæf til að fara með virkan eignarhlut í verðbréfamiðluninni Fossum mörkuðum hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Fjármálaeftirlitið hefur einnig metið Fossa ehf., Fossar Holding Limited, Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiði Magnúsdóttur hæf til að fara með virkan eignarhlut í Fossum mörkuðum hf., með óbeinni hlutdeild, í gegnum Fossa Finance ehf. Hið sama á við um Harald Ingólf Þórðarson vegna H3 ehf. og Steingrím Arnar Finnsson vegna Kormáks Invest ehf.

Fossar Finance ehf. fer með 60% virkan eignarhlut í Fossum mörkuðum hf., H3 ehf. fer með 24% virkan eignarhlut og Kormákur Invest ehf. fer með 16%.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica