Fréttir


ESMA vinnur að miðlægum lausnum vegna MiFIR og EMIR

14.4.2015

Þann 1. apríl síðastliðin tilkynnti Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitið (ESMA) um að stofnunin ynni nú að miðlægum lausnum vegna ákvæða í reglugerð ESB nr. 600/2014 (Markets in Financial Instruments Regulation, MiFIR) og reglugerð ESB nr. 596/2014 (Market Abuse Regulation, MAR) um gagnasöfnun og ákvæða í reglugerð ESB nr. 648/2012 (European Market Infrastructure Regulation, EMIR) um aðgengi að gögnum frá afleiðuviðskiptaskrám.

Verkefnin eru tvö „Instrument Reference Data Project“ og „Trade Repositories Project“ og miða að því að gera ESMA kleift að safna saman gögnum beint frá viðskiptavettvöngum og afleiðuviðskiptaskrám með skilvirkum og samræmdum hætti og gera þau aðgengileg lögbærum yfirvöldum og almenningi í gegnum miðlægt kerfi.

Fjármálaeftirlitið hefur undirritað samning við ESMA um þátttöku í þessum samstarfsverkefnum.


Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica