Fréttir


EIOPA birtir gögn um rekstur vátryggingafélaga á EES

23.2.2018

Frá gildistöku Solvency II tilskipunarinnar (2009/138/EB, sem innleidd var hér á landi með lögum nr. 100/2016), hefur Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðseftirlitsstofnunin (EIOPA) safnað gögnum frá eftirlitsstjórnvöldum EES ríkjanna. Frá 3. ársfjórðungi 2016 hefur hluti gagnanna verið birtur ársfjórðungslega á samandregnu formi fyrir einstök ríki á heimasíðu EIOPA.

Með gildistöku laga nr. 24/2017 um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði var Fjármálaeftirlitinu heimilað að senda gögn um íslenskan vátryggingamarkað til EIOPA. Birting EIOPA fyrir 2. ársfjórðung 2017 sem sjá má hér:  https://www.eiopa.europa.eu/tools-and-data/insurance-statistics_en, inniheldur í fyrsta skipti upplýsingar um íslenskan vátryggingamarkað.

Með gögnunum má því bera íslenskan vátryggingamarkað saman við aðra markaði á EES svæðinu.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica