Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: 2013 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

21.8.2013 : Sáttargerð vegna brots á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 16. júlí 2013 gerðu Fjármálaeftirlitið og Ríkisútvarpið ohf. með sér sátt vegna brots þess á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).
Lesa meira

21.8.2013 : Sáttargerð vegna brots á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 1. júlí 2013 gerðu Fjármálaeftirlitið og HS Veitur hf. með sér sátt vegna brots félagsins á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).
Lesa meira

25.7.2013 : Sáttargerð vegna brots á 87. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 3. júní 2013 gerðu Fjármálaeftirlitið og BankNordik P/F með sér sátt vegna brots félagsins á 87. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).
Lesa meira

9.7.2013 : Niðurstaða athugunar á tengingum stórra áhættuskuldbindinga hjá Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á tengingum stórra áhættuskuldbindinga Arion banka hf. með heimsókn og gagnaöflun hinn 23. janúar 2013 á grundvelli XIII. kafla laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. 

Lesa meira

2.7.2013 : Stjórnvaldssekt vegna brota gegn 126. og 127. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti

Þann 12. júní 2013 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvörðun um að sekta Icelandair Group hf. vegna brota gegn 126. og 127. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti.

Lesa meira

2.7.2013 : Niðurstaða athugunar á útlánum Tryggingamiðstöðvarinnar hf.

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á lánveitingum Tryggingamiðstöðvarinnar með vísan til 1. mgr. 62. gr. laga nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

Lesa meira

1.7.2013 : Niðurstaða athugunar á starfsemi GAM Management hf.

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á starfsemi GAM Management hf. þann 31. október 2011. Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins vegna athugunarinnar komu fram athugasemdir stofnunarinnar og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan nánar tiltekinna tímamarka. Fjármálaeftirlitið birti gagnsæistilkynningu á heimasíðu sinni þann 28. júní 2012, þar sem gerð var grein fyrir helstu athugasemdum stofnunarinnar í framangreindi skýrslu. 
Lesa meira

26.6.2013 : Eftirfylgni vegna heildarathugunar Fjármálaeftirlitsins hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi heildarathugun á starfsemi Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja. Í kjölfar athugunarinnar ritaði Fjármálaeftirlitið skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan tiltekinna tímamarka. Í kjölfarið, eða þann 8. apríl 2013, birti Fjármálaeftirlitið gagnsæistilkynningu þar sem gerð var grein fyrir helstu athugasemdum stofnunarinnar við starfsemi félagsins.
Lesa meira

25.6.2013 : Eftirfylgni vegna athugunar Fjármálaeftirlitsins á starfsemi Stafa lífeyrissjóðs

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á starfsemi Stafa lífeyrissjóðs. Í kjölfar athugunarinnar ritaði Fjármálaeftirlitið skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan tiltekinna tímamarka. Hinn 7. janúar 2013, birti Fjármálaeftirlitið gagnsæistilkynningu þar sem gerð var grein fyrir helstu athugasemdum stofnunarinnar við starfsemi sjóðsins.
Lesa meira

24.6.2013 : Athugun á tjónsuppgjöri hjá Vátryggingafélagi Íslands hf.

Samkvæmt 4. mgr. 65. gr. laga nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi ber Fjármálaeftirlitinu að fylgjast með tjónsuppgjöri vátryggingafélaga. Hluti af tjónsuppgjöri vátryggingafélaga er að upplýsa tjónþola um sundurliðun á því hvernig bætur til þeirra eru ákveðnar sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. Lesa meira

14.6.2013 : Niðurstöður athugunar á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Íslandsbanka hf.

Hinn 7. janúar 2013 framkvæmdi Fjármálaeftirlitið vettvangsathugun hjá Íslandsbanka hf. Athugunin beindist að tilteknum þáttum er varða eftirlit Íslandsbanka með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á áreiðanleikakannanir Íslandsbanka við upphaf viðskipta sem og viðvarandi eftirlit með lögaðilum.
Lesa meira

12.6.2013 : Niðurstöður athugunar á lánveitingum Sameinaða lífeyrissjóðsins til einstaklinga

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á lánveitingum Sameinaða lífeyrissjóðsins til einstaklinga, með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Lesa meira

6.6.2013 : Niðurstaða athugunar á lánveitingum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna til einstaklinga

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á lánveitingum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna til einstaklinga, með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Lesa meira

31.5.2013 : Niðurstaða athugunar á lánveitingum Almenna lífeyrissjóðsins til einstaklinga

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á lánveitingum Almenna lífeyrissjóðsins til einstaklinga, með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Lesa meira

22.5.2013 : Niðurstöður athugunar hjá Borgun hf. á tilteknum þáttum er varða aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Hinn 9. janúar 2013 hóf Fjármálaeftirlitið athugun hjá Borgun. Athugunin beindist að tilteknum þáttum í aðgerðum Borgunar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á eftirfylgni við sjálfsmat sem Fjármálaeftirlitið lagði fyrir tilkynningarskylda aðila, þ. á m. Borgun, á haustmánuðum 2010 og innri reglur fyrirtækisins um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Lesa meira

17.5.2013 : Niðurstaða heildarathugunar hjá Lífeyrissjóði bænda

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt heildarathugun hjá Lífeyrissjóði bænda með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Lesa meira

15.5.2013 : Niðurstöður athugunar hjá Lýsingu hf. á tilteknum þáttum í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Hinn 9. janúar 2013 hóf Fjármálaeftirlitið athugun hjá Lýsingu. Athugunin beindist að tilteknum þáttum í aðgerðum Lýsingar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á eftirfylgni við sjálfsmat sem Fjármálaeftirlitið lagði fyrir tilkynningarskylda aðila, þ. á m. Lýsingu, á haustmánuðum 2010 og innri reglur fyrirtækisins um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Lesa meira

8.5.2013 : Eftirfylgni vegna athugunar á tilteknum þáttum í starfsemi Arctica Finance hf.

Fjármálaeftirlitið vísar til fyrri gagnsæistilkynningar, dags. 7. mars 2012, þar sem gerð var grein fyrir atriðum sem stofnunin taldi að þörfnuðust úrbóta í framhaldi af  athugun á tilteknum þáttum í starfsemi Arctica Finance hf. (hér eftir Arctica).
Lesa meira

26.4.2013 : Eftirfylgni vegna athugunar Fjármálaeftirlitsins á starfsemi Lífeyrissjóðs bankamanna

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á fjárfestingum og fjárfestingarákvörðunum hjá Lífeyrissjóði bankamanna. Í kjölfar athugunarinnar ritaði Fjármálaeftirlitið skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan tiltekinna tímamarka. Í kjölfarið, eða þann 11. desember 2012, birti Fjármálaeftirlitið gagnsæistilkynningu þar sem gerð var grein fyrir helstu athugasemdum stofnunarinnar við starfsemi félagsins. Fjármálaeftirlitið hefur nú lokið eftirfylgni með skýrslunni. 
Lesa meira

10.4.2013 : Eftirfylgni vegna athugunar á verklagi Straums fjárfestingabanka hf. er varðar flokkun viðskiptavina m.t.t. fjárfestaverndar

Fjármálaeftirlitið vísar til fyrri gagnsæistilkynningar sem birt var hinn 18. október 2012 þar sem gerð var grein fyrir atriðum sem stofnunin taldi að þörfnuðust úrbóta eftir athugun á þáttum er vörðuðu flokkun Straums fjárfestingabanka hf. (hér eftir Straumur eða bankinn) á viðskiptavinum sínum m.t.t. fjárfestaverndar.
Lesa meira
Síða 2 af 3






Þetta vefsvæði byggir á Eplica