Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: nóvember 2014

Fyrirsagnalisti

20.11.2014 : Niðurstaða athugunar á lánveitingum Lífsverks lífeyrissjóðs til einstaklinga

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á lánveitingum Lífsverks lífeyrissjóðs til einstaklinga. Athugunin var framkvæmd á þriðja ársfjórðungi 2014.

Lesa meira

13.11.2014 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Straum fjárfestingabanka hf., Siglu ehf. og Ark ehf. hæf til að fara með virkan eignarhlut í MP banka hf.

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Straumur fjárfestingabanki hf., Sigla ehf. og Arkur ehf., séu hæf til að fara með virkan eignarhlut í MP banka hf., sem nemur 25%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002. Fjármálaeftirlitið hefur metið að samstarf sé um hinn virka eignarhlut, í merkingu 5. tölul. 1. gr. a) laga 161/2002, á milli Straums fjárfestingabanka hf., sem eignast hefur 19,54% í MP banka hf., Siglu ehf., sem átti fyrir 0,94% og Arks ehf., sem átti fyrir 2,56% hlut í MP banka. Samstarfið telst vera til staðar vegna eigna- og stjórnunartengsla sem eru með aðilunum. Lesa meira

10.11.2014 : Niðurstöður athugunar hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf. á tilteknum þáttum í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Hinn 21. maí 2014 hóf Fjármálaeftirlitið athugun hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf. (hér eftir bankarnir). Athugunin beindist að tilteknum þáttum í aðgerðum bankanna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á könnun bankanna á áreiðanleika upplýsinga um viðskiptamenn sína í tengslum við fjarsölu, einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla og millibankaviðskipti. Auk þess var þjálfun starfsmanna, skýrsla ábyrgðarmanns, úttektir endurskoðunardeildar og verklag og ferlar í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, tekin til skoðunar.

Lesa meira

6.11.2014 : Samkomulag um sátt vegna brots Fjarskipta hf. á 122. og 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 28. ágúst 2014 gerðu Fjármálaeftirlitið og Fjarskipti hf. með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots félagsins á 122. og 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica